Sr. Ninna Sif í Hveragerði

21. nóvember 2019

Sr. Ninna Sif í Hveragerði

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir

Umsóknarfrestur um Hveragerðisprestakall rann út á miðnætti 16. október. Kjörnefnd valdi sr. Ninnu Sif Svavarsdóttur sem næsta sóknarprest.

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir fæddist á Akranesi árið 1975, ólst þar upp og í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1995 og guðfræðiprófi, cand. theol., frá H. Í. 2007 og MA-prófi í guðfræði 2014. Hún hefur lagt gjörva hönd á margt og verið m.a. stundakennari við guðfræðideild H.Í., og forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Hún var æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju 2009 og var vígð þangað til prestsþjónustu árið 2011. Sr. Ninna Sif var skipuð prestur í Selfossprestakalli árið 2015. Hún hefur verið formaður Prestafélags Íslands frá 2018.

Eiginmaður sr. Ninnu Sifjar er Daði Sævar Sólmundarson og eiga þau fjögur börn.

Biskup skipar í embættið frá og með 1. desember til fimm ára.

Í Hveragerðisprestakalli, Suðurprófastsdæmi, eru tvær sóknir, Hveragerðissókn og Kotstrandarsókn, með tæplega 2.700 íbúa og tvær kirkjur, Hveragerðiskirkju og Kotstrandarkirkju. Hveragerðis- og Kotstrandarsóknir eru á samstarfssvæði með Selfoss-, Hraungerðis-, Laugardæla-, Villingaholts- Gaulverjabæjar-, Eyrarbakka-, Stokkseyrar-, Strandar- og Þorláks- og Hjallasóknum. 

 

  • Auglýsing

  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Kosningar

  • Sálgæsla

  • Samstarf

  • Starfsumsókn

  • Trúin

  • Biskup

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.