Prestsvígsla á aðventu

1. desember 2019

Prestsvígsla á aðventu

Að lokinni prestsvígslu í Hóladómkirkju

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, vígði í morgun mag. theol. Sindra Geir Óskarsson til hálfs árs afleysingarþjónustu í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur, lýsti vígslu. Vígsluvottar voru: sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sr. Stefanía Steinsdóttir og sr. Halla Rut Stefánsdóttir.

Kirkjukór Hóladómkirkju söng og við orgelið var Jóhann Bjarnason.

Þetta var þriðja prestsvígslan á Hólum á þessu ári. .

Sindri Geir hefur setið í jafnréttisnefnd kirkjunnar, tekið sæti sem leikmaður á kirkjuþingi og starfað með umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar en þau mál hafa verið honum mjög hugleikin. Hefur hann m.a. tekið að sér að skrifa handbók kirkjunnar um umhverfisstarf, og þýtt norska bók um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og kristna siðfræði. Þá hefur Sindri Geir verið einn af fulltrúum Lútherska heimssambandsins á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna undanfarin tvö ár.

Kona Sindra Geirs er Sigríður Árdal grunnskólakennari og eiga þau þrjú börn.


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju