Framkvæmdastjóri kirkjuráðs

2. desember 2019

Framkvæmdastjóri kirkjuráðs

Brynja Dögg Guðmundsdóttir BriemBrynja Dögg Guðmundsdóttir Briem, lögfræðingur, hefur verið sett sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs frá og með 14. nóvember 2019 og til vors 2020.

Brynja lauk BA-námi frá lagadeild Háskóla Íslands vorið 2009 og meistaranámi vorið 2011. Þá hefur hún lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu.

Brynja hefur starfað sem persónuverndarfulltrúi Biskupsstofu og að undanförnu einnig sem jafnréttisfulltrúi.

Brynja hefur starfað á Biskupsstofu í rúmt ár. Í lok sumars 2018 var hún ráðin til Biskupsstofu sem persónuverndarfulltrúi en vorið 2019 tók hún jafnframt að sér hlutverk jafnréttisfulltrúa. Þá hefur hún samhliða sinnt öðrum tilfallandi verkefnum, s.s. á sviði lögfræði, við samningagerð og á sviði vinnuverndar.

Brynja hefur sinnt margvíslegum störfum frá útskrift úr lagadeild, bæði hjá hinu opinbera en einnig í einkageiranum.

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Samfélag

Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall
Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Sr. Hjalti Jón ráðinn

23. apr. 2025
...fangaprestur þjóðkirkjunnar
Sr. Gunnbjörg Óladóttir

Sr. Gunnbjörg Óladóttir ráðin

23. apr. 2025
...héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi