Líf og fjör

7. desember 2019

Líf og fjör

Frá Egilsstöðum - Egilsstaðakirkja

Starf með eldri borgurum fer víða fram í kirkjum landsins og er blómlegt.

Hlymsdalir heitir félagsmiðstöð á Egilsstöðum og þar koma meðal annars saman eldri borgarar.

Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson, fyrrverandi sóknarprestur á Norðfirði, hefur starfað með eldri borgurum á Egilsstöðum um skeið. Hann hefur verið með bæna- og samtalshóp einu sinni í viku að jafnaði.

Söngur er ómissandi þegar eldri borgarar koma saman. Það veit sr. Sigurður Rúnar mæta vel. Hann samdi sálm við hið þekkta lag: Enginn þarf að óttast síður. Texti hans er bænatexti og náði vel til fólksins.

Á myndskeiðinu sem fylgir fréttinni má sjá og heyra Gísla Björnsson syngja við undirleik Önnu Edwardsdóttir Knauf en hún var kirkjuorganisti á Héraði og hann vanur kirkjukórsmaður. Þau æfðu flutninginn og er þetta frumflutningur. Sr. Sigurður Rúnar tók atriðið upp með síma sínum. 

Mannauður kirkjunnar er mikill jafnt meðal ungra sem aldinna. 

Hér er svo textinn:

Leið mig Guð

Lagboði: Enginn þarf að óttast síður

Leið mig Guð á lífsins vegi,
líf mér gef á nýjum degi.
Lát þinn kærleik koma til mín,
Kristur Jesús hrein er mynd þín.

Viltu Jesús vera hjá mér,
Villast aldrei mun ég frá þér.
Lát mér skína ljósið bjarta,
lifir þú í mínu hjarta.

Þegar kvöldar Kristur segir;
kunnir eru mínir vegir.
Ávallt vil ég hjá þér vera,
vaka yfir þungann bera.

Einlæg sál af hjarta vona,
elsku njóti allt Guðs sonar.
Mönnum hann af mildi hlúir,
mest samt er á hann trúir.

Kristur ljós á lífsins vegi,
lífgar von á hverjum degi.
Þegar stund að kveldi kemur,
kýs ég engan öðrum fremur.

Viltu Kristur kyrrr mér gefa,
kyrra hugann, þrautir sefa.
Dagsins þrautum láttu linna,
lát mig hvíld í svefni finna.

(Sigurður Rúnar Ragnarsson, 30. sept. 2019).


  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju