Aðventu- og jólalög

9. desember 2019

Aðventu- og jólalög

Tónleikar í Langholtskirkju og Hallgrímskirkju

Tónskóli þjóðkirkjunnar hefur það hlutverk að sjá um kennslu í kirkjutónlist og mennta organista til starfa fyrir söfnuði landsins.

Námsúrval í skólanum er fjölbreytilegt, fjórar námsbrautir alls sem eru kirkjuorganistapróf, kantorspróf, einleiksáfangi og BA-gráða í kirkjutónlist.

Tvennir tónleikar verða á vegum Tónskólans nú á aðventunni.

Tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands og Tónskólans verða í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 12. 00. 

Þar koma fram Matthías Harðarson og Una Haraldsdóttir.

Þau flytja verk eftir Johann Sebastian Bach og Olivier Messiaen.

Jólatónleikar Tónskólans verða í Langholtskirkju föstudaginn 13. desember kl. 18. 00. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.

Tónskóli þjóðkirkjunnar


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju