Aðventu- og jólalög

9. desember 2019

Aðventu- og jólalög

Tónleikar í Langholtskirkju og Hallgrímskirkju

Tónskóli þjóðkirkjunnar hefur það hlutverk að sjá um kennslu í kirkjutónlist og mennta organista til starfa fyrir söfnuði landsins.

Námsúrval í skólanum er fjölbreytilegt, fjórar námsbrautir alls sem eru kirkjuorganistapróf, kantorspróf, einleiksáfangi og BA-gráða í kirkjutónlist.

Tvennir tónleikar verða á vegum Tónskólans nú á aðventunni.

Tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands og Tónskólans verða í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 12. 00. 

Þar koma fram Matthías Harðarson og Una Haraldsdóttir.

Þau flytja verk eftir Johann Sebastian Bach og Olivier Messiaen.

Jólatónleikar Tónskólans verða í Langholtskirkju föstudaginn 13. desember kl. 18. 00. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.

Tónskóli þjóðkirkjunnar


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju