Sjö sóttu um tvö störf

13. desember 2019

Sjö sóttu um tvö störf

Akraneskirkja

Umsóknarfrestur um Garða- og Hvalfjarðarstrandaprestakall rann út á miðnætti í gær, 12. desember. 

Biskup Íslands auglýsti tvö störf laus til umsóknar. Annars vegar var auglýst eftir almennum presti og hins vegar presti með áherslu á æskulýðs og barnastarf.

Umsækjendur voru beðnir um að tilgreina um hvort starfið væri sótt, annað eða bæði.

Þessi sjö sóttu um:

Sr. Haraldur Örn Gunnarsson – sækir um hið almenna prestsstarf
Sr. Jónína Ólafsdóttir - sækir um hið almenna prestsstarf
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir - sækir um hið almenna prestsstarf

Sr. Gunnar Jóhannesson – sækir um bæði störfin.
Sr. Ursula Árnadóttir – sækir um bæði störfin
Ægir Örn Sveinsson, mag. theol. – sækir um bæði störfin
Þóra Björg Sigurðardóttir, mag. theol. – sækir um bæði störfin

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2020.


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starfsumsókn

  • Biskup

  • Menning

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju