Þrettándaakademían í Skálholti

27. desember 2019

Þrettándaakademían í Skálholti

Skálholt á fögrum degi

Árleg Þrettándaakademía í Skálholti verður haldin dagana 6. – 8. janúar n.k. Þetta er í 32. sinn sem hún er haldin.

Á Þrettándaakdemíu er fengist við guðfræðileg málefni sem tengjast kirkju og kirkjumálum á hverjum tíma. Fluttir eru fyrirlestrar, umræður fara fram og menn viðra skoðanir sínar. Auk þess er haft um hönd helgihald.

Þrettándaakademía er öllum opin hvort heldur prestum, djáknum eða öðrum áhugasömum.

Samfélag Þrettándaakademíunnar hefur tekist afar vel að sögn þeirra er vel til þekkja.

Óvenju margir íslenskir guðfræðingar vörðu doktorsritgerðir á þessu ári sem er senn á enda. Sýnir það mikla grósku á sviði guðfræðinnar hér á landi sem vonandi mun halda áfram.

Guðfræðingarnir sem varið hafa doktorsritgerðir á þessu ári munu kynna efni ritgerða sinna á Þrettándaakademíunni. Það eru ritgerðir úr ýmsum áttum hins guðfræðilega fræðasviðs og því má segja að dagskráin sé mjög svo fjölbreytileg og athyglisverð. 

Sjá alla dagskrána og nánar um efni erindanna.

Þessir eru guðfræðingarnir í stafrófsröð:

Haraldur Hreinsson
Jón Ásgeir Sigurvinsson
Sigurvin Lárus Jónsson
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir

Messa verður í Skálholtsdómkirkju þar sem vígslubiskupinn sr. Kristján Björnsson mun þjóna. Þá verður hátíðarkvöldverður og samvera í vígslubiskupsgarði.

Þrettándaakademíunni lýkur svo að morgni hins 8. janúar með því að helstu niðurstöður verða dregnar saman og ræddar. Þá verður rætt um viðfangsefni Þrettándaakademíunnar á næsta ári.

Þrettándaakademían er á vegum Prestafélags Íslands en skipulögð að þessu sinni af þeim dr. Sigurjóni Árni Eyjólfssyni, sr. Sigríði Mundu Jónsdóttur og sr. Magnúsi Birni Björnssyni.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju