Einn sótti um Eyrarbakkaprestakall

30. desember 2019

Einn sótti um Eyrarbakkaprestakall

Altaristaflan í Eyrarbakkakirkju er máluð af Louise Danadrottningu, konu Kristjáns konungs IX., og gefin kirkjunni 1891

Umsóknarfrestur um Eyrarbakkaprestakall rann út á miðnæti 18. desember s.l.

Einn sótti um, sr. Arnaldur Bárðarson, settur sóknarprestur í prestakallinu. 

Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir, Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsókn og kirkja er í hverri sókn. Íbúafjöldi í prestakallinu eru 1.443. Prestakallið er í tveimur sveitarfélögum og nær yfir þann hluta Árborgar sem næst er sjó og syðsta hluta Flóahrepps. Einn sóknarprestur starfar í prestakallinu, en umtalsvert samstarf er við presta Selfossprestakalls.

Biskup Íslands skipar í embættið frá og með 1. febrúar 2020.

hsh


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Skipulag

  • Starfsumsókn

  • Biskup

  • Menning

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju