Einn sótti um Eyrarbakkaprestakall

30. desember 2019

Einn sótti um Eyrarbakkaprestakall

Altaristaflan í Eyrarbakkakirkju er máluð af Louise Danadrottningu, konu Kristjáns konungs IX., og gefin kirkjunni 1891

Umsóknarfrestur um Eyrarbakkaprestakall rann út á miðnæti 18. desember s.l.

Einn sótti um, sr. Arnaldur Bárðarson, settur sóknarprestur í prestakallinu. 

Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir, Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsókn og kirkja er í hverri sókn. Íbúafjöldi í prestakallinu eru 1.443. Prestakallið er í tveimur sveitarfélögum og nær yfir þann hluta Árborgar sem næst er sjó og syðsta hluta Flóahrepps. Einn sóknarprestur starfar í prestakallinu, en umtalsvert samstarf er við presta Selfossprestakalls.

Biskup Íslands skipar í embættið frá og með 1. febrúar 2020.

hsh


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Skipulag

  • Starfsumsókn

  • Biskup

  • Menning

Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna
Árbæjarkirkja

Laust starf organista

02. jan. 2025
...við Árbæjarkirkju
Frá úthlutuninni

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

02. jan. 2025
...úr Líknarsjóði kirkjunnar