Nýr fangaprestur

13. janúar 2020

Nýr fangaprestur

Sr. Sigrún Óskarsdóttir

Starf fangaprests þjóðkirkjunnar var auglýst laust til umsóknar fyrir nokkru og rann umsóknarfrestur út 6. nóvember og sóttu átta um starfið.

Umsóknir fóru til matsnefndar svo sem reglur gera ráð fyrir og skilaði hún niðurstöðu sinni til biskups.

Biskup Íslands hefur ráðið sr. Sigrúnu Óskarsdóttur sem fangaprest þjóðkirkjunnar. Hún er fyrsta konan sem gegnir því starfi en áður hafa þrír karlar sinnt því. Sérstakt fangaprestsembætti var sett á laggirnar um áramótin 1970.

Sr. Sigrún Óskarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1985 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1991. Síðar lauk  hún sálgæslunámi frá Loviseninstituttet í Ósló.

Sr. Sigrún var vígð árið 1991 til Laugarnessprestakalls sem aðstoðarprestur, leysti af sem sjúkrahúsprestur á Landspítalinum um hríð. Framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar i Reykjavíkurprófastsdæmum frá 1994-1995. Hún var prestur í norsku kirkjunni 1996-1997 og ráðin síðan sem prestur íslenska safnaðarins í Ósló frá 1997 til 2001. Síðan var hún skipuð prestur í Árbæjarsókn í Reykjavík árið 2001 og lét af þeim störfum árið 2015. Þá rak hún um skeið ásamt öðrum sælkeraverslun á Selfossi, Fjallkonuna, en verslunin seldi meðal annars matvöru beint frá býli. Undanfarin ár hefur hún verið starfsmaður Útfararstofu kirkjugarðanna.

Eiginmaður hennar er Einar Már Magnússon, byggingatæknifræðingur.

Starf fangaprests er eitt sérþjónustuprestsstarfa þjóðkirkjunnar og lýtur tilsjónar prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Sigrún ráðin ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.

Nýr fangaprestur þjóðkirkjunnar mun taka til starfa innan tíðar.

hsh


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starfsumsókn

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Dalvíkurkirkja - kirkjan var vígð 1960

Stutta viðtalið: Menn bjarga sér

22. okt. 2020
...ekkert er ómögulegt
Herdís Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar

Framkvæmdastjóri Skálholts

21. okt. 2020
Herdís Friðriksdóttir ráðin
Rósa Björg Brynjarsdóttir, nýráðin dagstýra Dagsetursins í Grensáskirkju - Hjálparstarf kirkjunnar rekur það

Viðtalið: Rétt kona á réttum stað

20. okt. 2020
Rósa Björg er dagstýran