Konur sem postular og prestar: Fyrstu, síðustu og næstu 100 árin

14. janúar 2020

Konur sem postular og prestar: Fyrstu, síðustu og næstu 100 árin

Á síðasta ári var kona númer eitt hundrað vígð sem prestur innan íslensku þjóðkirkjunnar. Af því tilefni efnir Guðfræðistofnun Háskóla Íslands til málþings um prestvígslu kvenna í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 17. janúar næstkomandi kl. 13:30–16.

Á málþinginu munu fjórir prófessorar við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ leitast við að svara m.a. eftirfarandi spurningum:

    Hver eru helstu rökin með og á móti prestvígslu kvenna?

    Hvers vegna tók það svona langan tíma að vígja fyrstu konuna á Íslandi?

    Hvernig er staðan í stærstu kirkjudeild heims, rómversk-kaþólsku kirkjunni?

    Hefur prestvígsla kvenna breytt þjónustu kirkjunnar?

    Hver er gagnsemi þess að greina á milli kynferðis og kyngervis?

Dagskrá:

    Rúnar M. Þorsteinsson, „Postulinn Júnía á fyrstu öld og kaþólskir kvenprestar á þeirri tuttugustu og fyrstu.“

    Arnfríður Guðmundsdóttir, „Fyrir og eftir prestvígslu kvenna. Löng og ströng leið kvenna til vígðrar þjónustu í evangelísk lútherskri kirkju     á Íslandi.“

Hlé: kaffiveitingar

    Hjalti Hugason - „1974 og hvað svo? Brot úr sögu prestastéttar.“

    Sólveig Anna Bóasdóttir - „Kynferði, kyngervi, kynjalíkön og fleira kynlegt.

Hugleiðingar um mikilvægi kynferðisflokkunar nú sem fyrr!“

Málþingsstjóri: Sr. Aldís Rut Gísladóttir.

Málþingið er opið öllum. Boðið verður upp á veitingar í hléi.

  • Erindi

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju