Útvarpsmessur og morgunbænir

14. janúar 2020

Útvarpsmessur og morgunbænir

Skjágluggi morgunbænar á RÚV - skjáskot

Allir eru sammála um að heimasíður eigi að vera sem aðgengilegastar og þægilegastar fyrir notandann. Í því felst að notandi fái strax gott yfirlit yfir efni síðunnar þegar hann opnar hana. Eins að leitarvél sé í góðu lagi.

Sumar heimasíður eru umfangsmiklar og geyma ótrúlegt magn upplýsinga. Mikilvægt er öllu sé skipað þar vel og skynsamlega niður svo að miklum tíma sé ekki varið í leit. En þó verður notandi að gera sér grein fyrir því að alltaf þarf að verja einhverjum tíma til að ná yfirsýn yfir heimasíðu og átta sig á uppbyggingu hennar.

Nú er búið að stytta leiðina að útvarpsmessum og morgunbænum á vef kirkjunnar, kirkjan.is. Það er gott að kirkjufólk viti að auðvelt sé að hlusta á hvorttveggja á heimasíðu kirkjunnar og það þurfi ekki að fara langar leiðir. Þetta er að sjálfsögðu gert til að bæta þjónustuna.

Útvarpsmessu og morgunbæn má finna undir flipanum Þjónusta á kirkjan.is – smellið á hann!

Þá sprettur þetta upp:

Síðan smellir viðkomandi á Útvarpsmessur og morgunbænir og þá blasir við þessi gluggi:

Nú er bara að velja hvort hlusti skuli á morgunbæn dagsins eða útvarpsguðsþjónustuna með því að smella á annað hvort merkið.

Kirkjan.is óskar notandum góðs gengis!

Guli liturinn er til leiðsagnar.


hsh


  • Fræðsla

  • Frétt

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju