Góður gestur á Nesinu

16. janúar 2020

Góður gestur á Nesinu

Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson

Næsta sunnudag, 19. janúar, mun dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams College, Massachusset, ræða um ástandi í Mið-Austurlöndum á fræðslumorgni í Seltjarnarneskirkju.

Dr. Magnús Þorkell er sá Íslendingur sem er einna mest inni í málum Mið-Austurlanda og setur þau fram á skilmerkilegan hátt svo eftir er tekið.

„Við tókum þessa fræðslumorgna upp skömmu eftir að ég kom hingað í Seltjarnarneskirkju árið 2011“, segir sóknarpresturinn sr. Bjarni Þór Bjarnason þegar kirkjan.is innir hann nánar um þessa morgna. Hann bætir því við að þau hafi sótt hugmyndina til Hallgrímskirkju í Reykjavík.

„Við erum með svona átta til tólf fræðslumorgna á sunnudögum kl. 10.00 á hverju misseri,“ segir sr. Bjarni Þór og telur hann þá hafa gefið mjög góða raun og verið vinsæll þáttur í safnaðarstarfi kirkjunnar.

Að loknu erindi og umræðum hefst svo guðsþjónusta kl. 11.00 þar sem sóknarpresturinn sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Kammerkór kirkjunnar syngur og við orgelið er Friðrik Vignir Stefánsson, organisti kirkjunnar.

„Ég tel að fræðslumorgnarnir auki messusókn enda fara flestir í messuna að þeim loknum,“ segir sr. Bjarni Þór. „Fjöldinn er mismunandi. Allt frá fimmtán upp í fjörutíu manns hverju sinni.“ Með þessu næst tvennt í einni kirkjuferð: góð fræðsla og endurnæring í guðsþjónustu.

Sannarlega má segja að hvers kyns fræðsla fyrir og eftir guðsþjónustu sé gott krydd fyrir safnaðarstarf enda hafa ýmsir söfnuðir boðið upp á eitt og annað í þessum dúr.

Heimasíða Seltjarnarneskirkju er hér.

hsh


Seltjarnarneskirkja á vetrarmorgni


  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Trúin

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju