Kirkjan og dagsetur fyrir heimilislausar konur

22. janúar 2020

Kirkjan og dagsetur fyrir heimilislausar konur

Reykjavík á votum vetrardegi í janúar

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, skipaði fyrir nokkru starfshóp sem kanna skyldi möguleika á því að kirkjan kæmi á fót dagsþjónustu fyrir fólk sem er á götunni. 

Þennan hóp skipa Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, sr. Hjalti Jón Sverrisson og Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Sr. Hreinn S. Hákonarson, fyrrum fangaprestur, er hópnum til ráðuneytis.

Starfshópurinn skilaði tillögum til biskups ásamt kostnaðaráætlun. Hópurinn lagði til að í fyrstu yrði opnað dagsetur fyrir heimilislausar konur og yrði það opið alla daga ársins frá 11.00-17.00. Boðið yrði upp á heita máltíð í hádeginu og kaffihressingu síðdegis.

Kirkjuráð tók málið fyrir og samþykkti á fundi sínum 11. desember s.l., að koma skyldi upp dagsetri. Samþykkt var að vinna áfram með málið. Fjárveiting til verkefnisins liggur fyrir á fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir árið 2020.

Málið er enn í vinnslu hjá starfshópnum.

hsh
  • Biskup

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði