Tímamót

22. janúar 2020

Tímamót

Sr. Helga og Ingunn mannauðsstjóri handsala samninginn eftir undirritun - söguleg stund í dag á Biskupsstofu, Katrínartúni 4

Sr. Helga Kolbeinsdóttir er fyrsti presturinn sem skrifar undir ráðningarsamning við Þjóðkirkjuna-Biskupsstofu í kjölfar þess að kirkjan tók við öllum sínum starfsmannamálum um áramótin.

Þessi tímamótaundirritun fór fram á Biskupsstofu í dag að viðstöddum mannauðsstjóra kirkjunnar, Ingunni Ólafsdóttur.

Sr. Helga var ráðin prestur við Digranesprestakall frá og með 1. janúar 2020.

Sr. Helga lauk mag. theol., prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2013. Hún starfaði sem prestur í Noregi í þrjú ár, 2013-2016. Þá útskrifaðist hún með diplómagráðu í fjölskyldufræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 2018. Hún var vígð sem æskulýðsprestur í Digraness- og Hjallasóknum í Kópavogi 25. ágúst 2019.

Digranesprestakall er ein sókn, Digranessókn, með rúmlega 9.700 íbúa og eina kirkju, Digraneskirkju. Sóknin er á samstarfssvæði með Hjallasókn.

Sóknarprestur er sr. Gunnar Sigurjónsson.

Heimasíða Digraneskirkju.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Menning

  • Samfélag

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.