Tímamót

22. janúar 2020

Tímamót

Sr. Helga og Ingunn mannauðsstjóri handsala samninginn eftir undirritun - söguleg stund í dag á Biskupsstofu, Katrínartúni 4

Sr. Helga Kolbeinsdóttir er fyrsti presturinn sem skrifar undir ráðningarsamning við Þjóðkirkjuna-Biskupsstofu í kjölfar þess að kirkjan tók við öllum sínum starfsmannamálum um áramótin.

Þessi tímamótaundirritun fór fram á Biskupsstofu í dag að viðstöddum mannauðsstjóra kirkjunnar, Ingunni Ólafsdóttur.

Sr. Helga var ráðin prestur við Digranesprestakall frá og með 1. janúar 2020.

Sr. Helga lauk mag. theol., prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2013. Hún starfaði sem prestur í Noregi í þrjú ár, 2013-2016. Þá útskrifaðist hún með diplómagráðu í fjölskyldufræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 2018. Hún var vígð sem æskulýðsprestur í Digraness- og Hjallasóknum í Kópavogi 25. ágúst 2019.

Digranesprestakall er ein sókn, Digranessókn, með rúmlega 9.700 íbúa og eina kirkju, Digraneskirkju. Sóknin er á samstarfssvæði með Hjallasókn.

Sóknarprestur er sr. Gunnar Sigurjónsson.

Heimasíða Digraneskirkju.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Menning

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði