Verndarsjóður og skólaráð

24. janúar 2020

Verndarsjóður og skólaráð

Skálholtsdómkirkja og Þorláksbúð

Kirkjuráð skipaði á fundi sínum í desember í stjórn Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju.

Árni Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur, er formaður sjóðstjórnar, og með honum í stjórn eru þau Erlendur Hjaltason, formaður Skálholtsfélagsins og Kristín Ingólfsdóttir, fv. rektor H.Í. Varamenn eru sr. Helga Kolbeinsdóttir, prestur í Digraneskirkju, Hreinn Loftsson, lögmaður og Bergþóra Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Hlutverk sjóðsins er samkvæmt skipulagsskrá hans öflun, varsla og ráðstöfun fjár til viðgerða, endurbóta og viðhalds á og við Skálholtsdómkirkju. Sjóðurinn var stofnaður af Skálholtsstað í ágúst 2016.

Skipulagsskrá sjóðsins má sjá hér.

Þá samþykkti kirkjuráð skipan skólaráðs Skálholtsskóla. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hruna, er formaður og með honum í ráðinu eru þau: Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands. Varamenn: Sr. Dagur Fannar Magnússon, prestur í Heydölum, Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar, Magnea Sverrisdóttir, djákni og verkefnisstjóri á Biskupsstofu.

Nánari ákvæði um starf og rekstur Skálholtsskóla skal tilgreint lögum samkvæmt í samþykktum hans sem kirkjuráð setur.

Sjá: Lög um Skálholtsskóla.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju