Verndarsjóður og skólaráð

24. janúar 2020

Verndarsjóður og skólaráð

Skálholtsdómkirkja og Þorláksbúð

Kirkjuráð skipaði á fundi sínum í desember í stjórn Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju.

Árni Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur, er formaður sjóðstjórnar, og með honum í stjórn eru þau Erlendur Hjaltason, formaður Skálholtsfélagsins og Kristín Ingólfsdóttir, fv. rektor H.Í. Varamenn eru sr. Helga Kolbeinsdóttir, prestur í Digraneskirkju, Hreinn Loftsson, lögmaður og Bergþóra Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Hlutverk sjóðsins er samkvæmt skipulagsskrá hans öflun, varsla og ráðstöfun fjár til viðgerða, endurbóta og viðhalds á og við Skálholtsdómkirkju. Sjóðurinn var stofnaður af Skálholtsstað í ágúst 2016.

Skipulagsskrá sjóðsins má sjá hér.

Þá samþykkti kirkjuráð skipan skólaráðs Skálholtsskóla. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hruna, er formaður og með honum í ráðinu eru þau: Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands. Varamenn: Sr. Dagur Fannar Magnússon, prestur í Heydölum, Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar, Magnea Sverrisdóttir, djákni og verkefnisstjóri á Biskupsstofu.

Nánari ákvæði um starf og rekstur Skálholtsskóla skal tilgreint lögum samkvæmt í samþykktum hans sem kirkjuráð setur.

Sjá: Lög um Skálholtsskóla.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Menning

  • Samfélag

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.