Sóknir: Uppgjör og skil

27. janúar 2020

Sóknir: Uppgjör og skil

Tími uppgjörs (skjáskot)

Á vef Fjársýslunnar má sjá uppgjör sóknargjalda 2019, hér.

Vakin er athygli á því að ársreikningsform sóknar og kirkjugarðs 2019 er komið inn á kirkjan.is, undir: Ársreikningar - form.

Skil á ársreikningi sókna

Sóknum ber að senda undirritaðan ársreikning á pdf-skjali á þjónustuvef kirkjunnar, naust.kirkjan.is en aðgang að þjónustuvef hafa prestar, formaður, ritari og gjaldkeri sóknarnefnda.

Á þjónustuvefnum eru skráðar helstu lykiltölur úr ársreikningi sóknarinnar.

Hlaða þarf upp pdf-eintaki af ársreikningnum á þjónustuvefinn og á sama stað á að skrá lykiltölur úr ársreikningi.

Upplýsingar og aðstoð veitir Magnhildur Sigubjörnsdóttir, magnhildur@biskup.is

Skil á ársreikningi kirkjugarðs

Ársreikning kirkjugarðs ber að senda í tölvupósti á pdf-formi, undirritaðan, til: magnhildur@biskup.is eða í þríriti til Biskupsstofu, Katrínartúni 4, 105 Reykjavík.

hsh

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði