Biskup heilsaði fyrst upp á börnin

31. janúar 2020

Biskup heilsaði fyrst upp á börnin

Í Grunnskóla Borgarness. Frá vinstri Júlía Guðjónsdóttir, skólastjóri, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri, biskup Íslands og prófasturinn á Borg

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, heimsótti Grunnskólann í Borgarnesi í gær. Það var fyrsta verk hennar í vísitasíunni. Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari var með í för sem og prófasturinn á Borg, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason.

Skólastjórnendur, þær Júlía Guðjónsdóttir, skólastjóri, og Ragnhildur Kristín Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri, sýndu þeim skólann.

Biskup ræddi við börnin og kennara, fór vel á með þeim öllum sem og föruneyti hennar. Uppbyggingarstefna og velferðarkennsla í grunnskólanum var kynnt fyrir gestunum.

Síðar var samvera á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð. Biskup Íslands flutti hugleiðingu og ræddi við fólkið. 

Biskupi og föruneyti hennar var afar vel tekið. 

Vísitasía biskups í Borgarprestakalli heldur áfram í dag.

Dagskrá vísitasíunnar í dag er með þessum hætti:

Kl 10.30 Akrakirkja - kirkjuskoðun og fundur með sóknarnefnd.
Kl 12.00 Hádegisverður á Brúarlandi
Kl 14.00 Álftártungukirkja – kirkjuskoðun og fundur með sóknarnefnd.
Kl 16.00 Álftaneskirkja – kirkjuskoðun og fundur með sóknarnefnd

hsh

Sr. Agnes, biskup, flutti hugleiðingu og ræddi við heimilisfólk í Brákarhlíð og fékk hún hlýjar móttökur

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju