Sögufrægt hús til sölu

3. febrúar 2020

Sögufrægt hús til sölu

Vegleg eign til sölu (skjáskot)

Laugavegur 31 í Reykjavík er mikil eign og glæsileg á besta stað í bænum. Þar var áður Biskupsstofa eins og kunnugt er og Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan. Nú er hús þetta til sölu og var auglýst í blöðum í gær. Það er Eignaval sem heldur utan um söluna. Ásett verð er 570 milljónir króna og stærð eignarinnar er um 1.540m².

Laugavegur 31 er sögufrægt hús. Það var kaupmaðurinn Marteinn Einarsson (1890-1958) sem reisti það af miklum stórhug og framsýni 1928-1930 en þar stóð áður mikið hús sem brann 1920. Húsið teiknaði Einar Erlendsson, húsameistari. Verslunin var á tveimur hæðum en sjálfur bjó kaupmaðurinn og fjölskylda hans á þriðju hæðinni. Vörugeymsla var á fjórðu hæð og í kjallara. Lyfta var í húsinu sem þótti nýjung. Húsið var allt hið vandaðasta og á svölum voru og eru upphleyptar myndir af gríska goðinu Hermesi (Merkúr hjá Rómverjum), sem var meðal annars verndari kaupmanna. 

Verslun Marteins var í húsinu til 1965. Margvíslegur rekstur tók við, verslun með teppi, bankastarfsemi o.fl. Biskupstofa flutti svo í húsið 1994. 

Spennandi verður að sjá hvaða starfsemi muni hefjast í þessu sögufræga húsi sem hefur frá mörgu að segja ef veggir þess mættu aðeins mæla. Kannski er líka gott að þeir koma ekki upp orði eins og aðrir veggir í húsum mannanna. Nóg er að menn mæli. 

Hér má finna fróðleik um Laugaveg 31 fyrir þau sem áhuga hafa. 

hsh

Laugavegur 31 árið 1957

Auglýsing  (skjáskot)

Gríska goðið Hermes, verndari kaupamanna, upphleypt skrautmynd á svölum Laugavegs 31

Ein minningargrein birtist um kaupmanninn (skjáskot)

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Menning

  • Samfélag

Framtíðar kirkjuleiðtogar

Leiklistarkennarinn lærði mikið af krökkunum

21. jan. 2025
...á Janúarnámskeiði ÆSKR
Seljakirkja í Breiðholti

Laust starf prests

21. jan. 2025
...við Seljaprestakall