Tvær sóttu um Laugaland

6. febrúar 2020

Tvær sóttu um Laugaland

Kaupangskirkja í Kaupangssókn í Laugalandsprestakalli

Umsóknarfrestur um starf sóknarprests í Laugalandsprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, rann út á miðnætti þann 4. febrúar. Tvær sóttu um starfið, eða þær:

Sr. Jóhanna Gísladóttir
Guðrún Eggertsdóttir, mag. theol.  

Umsóknum hefur verið vísað til matsnefndar til skoðunar og vinnslu.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Í Laugalandsprestakalli eru sex sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Grundarsókn, Hólasókn í Eyjafirði, Kaupangssókn, Munkaþverársókn, Möðruvallasókn og Saurbæjarsókn. Í prestakallinu eru rúmlega 1.000 íbúar.

hsh

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju