Tvær sóttu um Laugaland

6. febrúar 2020

Tvær sóttu um Laugaland

Kaupangskirkja í Kaupangssókn í Laugalandsprestakalli

Umsóknarfrestur um starf sóknarprests í Laugalandsprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, rann út á miðnætti þann 4. febrúar. Tvær sóttu um starfið, eða þær:

Sr. Jóhanna Gísladóttir
Guðrún Eggertsdóttir, mag. theol.  

Umsóknum hefur verið vísað til matsnefndar til skoðunar og vinnslu.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Í Laugalandsprestakalli eru sex sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Grundarsókn, Hólasókn í Eyjafirði, Kaupangssókn, Munkaþverársókn, Möðruvallasókn og Saurbæjarsókn. Í prestakallinu eru rúmlega 1.000 íbúar.

hsh

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Menning

  • Samfélag

Frá úthlutuninni

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

02. jan. 2025
...úr Líknarsjóði kirkjunnar
processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð