Tvær sóttu um Laugaland

6. febrúar 2020

Tvær sóttu um Laugaland

Kaupangskirkja í Kaupangssókn í Laugalandsprestakalli

Umsóknarfrestur um starf sóknarprests í Laugalandsprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, rann út á miðnætti þann 4. febrúar. Tvær sóttu um starfið, eða þær:

Sr. Jóhanna Gísladóttir
Guðrún Eggertsdóttir, mag. theol.  

Umsóknum hefur verið vísað til matsnefndar til skoðunar og vinnslu.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Í Laugalandsprestakalli eru sex sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Grundarsókn, Hólasókn í Eyjafirði, Kaupangssókn, Munkaþverársókn, Möðruvallasókn og Saurbæjarsókn. Í prestakallinu eru rúmlega 1.000 íbúar.

hsh

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Menning

  • Samfélag

Laufey Brá og Sigríður Kristín

Tveir nýir prestar koma til starfa

06. mar. 2025
...í Fossvogsprestakalli
vigfús á vefsíðu.jpg - mynd

Andlát

27. feb. 2025
Séra Vigfús Þór Árnason er látinn.
Fulltrúar á samráðshelgi kirkjunnar á Norðurlöndum

Spennandi starf sóknarprests í Noregi

24. feb. 2025
...umsóknarfrestur framlengdur