Tvær sóttu um Laugaland

6. febrúar 2020

Tvær sóttu um Laugaland

Kaupangskirkja í Kaupangssókn í Laugalandsprestakalli

Umsóknarfrestur um starf sóknarprests í Laugalandsprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, rann út á miðnætti þann 4. febrúar. Tvær sóttu um starfið, eða þær:

Sr. Jóhanna Gísladóttir
Guðrún Eggertsdóttir, mag. theol.  

Umsóknum hefur verið vísað til matsnefndar til skoðunar og vinnslu.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Í Laugalandsprestakalli eru sex sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Grundarsókn, Hólasókn í Eyjafirði, Kaupangssókn, Munkaþverársókn, Möðruvallasókn og Saurbæjarsókn. Í prestakallinu eru rúmlega 1.000 íbúar.

hsh

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Menning

  • Samfélag

image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.
mynd.jpg - mynd

Laust starf

10. okt. 2025
.....Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar