Nýr prestur í Þorlákshöfn

8. febrúar 2020

Nýr prestur í Þorlákshöfn

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir

Umsóknarfrestur um Þorlákshafnarprestakalli, Suðurprófastsdæmi rann út 9. desember. Auglýst var eftir sóknarpresti til þjónustu við prestakallið frá og með 1. febrúar 2020. Sex sóttu um starfið.

Kjörnefnd kaus sr. Sigríði Mundu Jónsdóttur til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar.

Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Sigríður Munda ráðin ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.

Sr. Sigríður Munda er fædd á Akranesi 1. júlí 1966 og ólst upp í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hún er dóttir sr. Jóns Einarssonar (d. 1995) og Hugrúnar Guðjónsdóttur, húfsfreyju.

Sr. Sigríður Munda lauk stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi vorið 1986. Þá lauk hún BA-próf í uppeldisfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og cand. theol. próf frá sama skóla árið 2003. Diplómaprófi í jákvæðri sálfræði lauk hún frá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2017 og mun ljúka diplómaprófi í sálgæslufræðum í vor frá sömu stofnun.

Sr. Sigríður Munda var vígð árið 2004 til Ólafsfjarðarprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Sr. Sigríður Munda hefur lagt gjörva hönd á margt. Hún hefur fengist við kennslu og unnið á leikskólum, sinnt landvörslu svo nokkuð sé nefnt. Hún var meðritstjóri Orðsins, rits Félags guðfræðinema, sat í héraðsnefnd Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis, varamaður í stjórn P.Í., var stjórnarkona í Félagi prestsvígðra kvenna. Hún sat í stjórn Ólafsfjarðardeildar Rauða kross Íslands í nokkur ár; hefur verið félagi í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar. Hún hefur setið á kirkjuþingi frá 2018 fyrir vígða í Hólakjördæmi.

Í Þorlákshafnarprestakalli, eru tvær sóknir, Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn, með tæplega 1.800 íbúa og þrjár kirkjur: Þorlákskirkja í Þorlákshöfn, Hjallakirkja að Hjalla í Ölfusi og hin fornfræga Strandarkirkja að Strönd í Selvogi.

Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn eru á samstarfssvæði með Selfoss-, Hraungerðis-, Laugardæla-, Villingaholts- Gaulverjabæjar-, Eyrarbakka-, Stokkseyrar-, Hveragerðis- og Kotstrandarsóknum.

hsh


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Frá úthlutuninni

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

02. jan. 2025
...úr Líknarsjóði kirkjunnar
processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð