Sannkallað vinamót

13. febrúar 2020

Sannkallað vinamót

Áhugasamur og glaður hópur Íslendinga í kirkjustarfi

Fjölbreytilegt starf fer fram í íslenskum söfnuðum á Norðurlöndum. Sr. Ágúst Einarsson er prestur Íslendinga í Danmörku og Svíþjóð og hefur skipulegt starf með þeim. Prestur Íslendinga í Noregi er sr. Inga Harðardóttir.

Fjöldi fólks kemur að safnaðarstarfi með beinum hætti eða óbeinum, sjálfboðaliðar, sóknarnefndarfólk og starfsfólk.

Um síðustu helgi hittist kjarnahópur í starfi íslensku safnaðanna á Norðurlöndum í Son í Noregi. Verkefnið var að skipuleggja samstarf safnaðanna og efla tengslin.

Af þessu tilefni bauð Fræðslusvið Biskupsstofu upp á námskeið í Kirkjubralli (Messy Church) og Fjölskyldukirkjunni (Family ministry). Þá var og boðið upp á bænajóga. Þær sr. Hildur Björk Hörpudóttir og sr. Jóhanna Gísladóttir sáu um þessi námskeið.

Nú stendur fyrir dyrum hjá þessum söfnuðum að efla enn frekar samstarf þeirra í milli um fermingarfræðslu, fermingarbúðir, æskulýðs- og barnastarf; endurmenntun og fullorðinsfræðslu.

Þetta námskeið heppnaðist afar vel og naut fólk þess að hittast og bera saman bækur sínar og ræða málin. Það var glatt á hjalla og slegið á létta strengi meðfram því sem hin alvarlega og uppbyggilega umræða fór fram.

Þær sr. Hildur Björk og sr. Jóhanna segja að námskeiðið hafi verið mjög gefandi og fólk fundið fyrir mikilvægi þess að efla samvinnuna á milli sín eftir því sem aðstæður leyfðu. Auk þess sé mikilvægt að vera í góðu sambandi við heimalandið og hafa aðgang að námskeiðum og fræðsluefni sem Fræðslusviðið á Biskupsstofu stendur að.

Fræðsluhelgin var sannkallað vinamót og heillaskref í ræktun tengsla og samfélags.

Heimasíður íslensku safnaðanna á Norðurlöndum eru þessar: 

Danmörk

Noregur

Svíþjóð

hsh


Kátir klerkar á námskeiði í Noregi

 

 


  • Æskulýðsmál

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Námskeið

  • Trúin

  • Fræðsla

  • Menning

  • Námskeið

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju