Biskup meðal barna og skólafólks, eldri borgara og bæjarstjórnarmanna

19. febrúar 2020

Biskup meðal barna og skólafólks, eldri borgara og bæjarstjórnarmanna

Sr. Agnes talaði við heimilisfólkið á dvalarheimilinu í Ólafsvík

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hélt áfram vísitasíu sinni í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli í fyrradag.

Á mánudeginum heimsótti sr. Agnes Grunnskóla Snæfellsbæjar. Hilmar Már Arason, skólastjóri, tók á móti biskupi og föruneyti í skólanum á Hellissandi.

Skólastarf grunnskólans fer fram á þremur stöðum, Lýsuhóli, Ólafsvík og Hellissandi. Einkunnarorð skólans eru: Sjálfstæði – Metnaður – Samkennd, og var biskupi kynnt hugmyndafræðin þar að baki og starfsemi skólans.

Sr. Agnes heilsaði síðan upp á nemendur, kennara og starfsfólk skólans á Hellissandi og í Ólafsvík og naut þar leiðsagnar Hilmars Más, skólastjóra.

Því næst lá leið biskups á dvalarheimilið Jaðar, Ólafsvík, þar sem biskup leiddi helgistund, heilsaði upp á heimilisfólk og starfsfólk. Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðukona, tók á móti biskupi og föruneyti.

Biskup skoðaði jafnframt kapellu og líkhúsið í Ólafsvík og kynnti sóknarpresturinn, sr. Óskar Ingi Ingason, biskupi starfsemina og þjónustuna sem þar er innt af hendi. Kirkjugarðurinn var síðan skoðaður.

Vísitasíu biskups í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall lauk með fundi biskups og bæjarstjórnar á skrifstofu, bæjarstjóra Hellissands. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, tók á móti biskupi ásamt samstarfsfólki sínu.

Vísitasían í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall og Setbergsprestakall tókst ákaflega vel og var ánægjuleg í alla staði fyrir sóknarfólk sem og biskup Íslands og föruneyti hennar. 

ÞV/hsh

Myndir tók Þorvaldur Víðisson


Sr. Óskar Ingi, sr. Agnes og Inga Jóhanna Kristinsdóttir,
forstöðukona dvalarheimilisins í Ólafsvík


Kirkjufólk í Ingjaldshólskirkju


Hilmar Már Arason, skólastjóri, sr. Agnes og sr. Óskar Ingi


Biskup heimsótti bæjarstjórnina í Ólafsvík


Snæfellingar hafa engu gleymt: Hér er ekkert fínt undir sautján sortum,
sagði fröken Hnallþóra í Kristnihaldi undir Jökli sællar minningar


Altarið í kapellunni í Ólafsvík

  • Biskup

  • Frétt

  • Heimsókn

  • Menning

  • Öldrunarþjónusta

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju