Tvær ráðnar

19. febrúar 2020

Tvær ráðnar

Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd - aðrar kirkjur í Garða- og Saurbæjarprestakalli eru á Akranesi, Leirá og Innra-Hólmi

Umsóknarfrestur um Garða- og Saurbæjarprestakall, Vesturlandsprófastsdæmi, rann út 12. desember s.l. Auglýst var eftir tveimur prestum til þjónustu frá og með 1. febrúar, annað starfið var almennt prestsstarf og hitt var með sérstakri áherslu á barna- og æskulýðsstarf í prestakallinu.

Alls sóttu sjö um störfin en tveir umsækjenda drógu umsóknir sínar til baka.

Kjörnefnd kaus sr. Jónínu Ólafsdóttur í hið almenna prestsstarf og Þóru Björgu Sigurðardóttur, mag. theol., í starfið er snýr að æskulýðnum. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur staðfest ráðningu þeirra.

Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar eru þær sr. Jónína og Þóra Björg ráðnar ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.

Sr. Jónína Ólafsdóttir er fædd á Egilsstöðum 1984 og ólst upp í Þingeyjarsýslu frá fimm ára aldri. Hún lauk BA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 2008 og mag. theol.-prófi 2017, diplómaprófi í sálgæslu 2019 og vinnur nú að lokaritgerð til MA-prófs í guðfræði á sviði kristinnar hjónabandssiðfræði.

Jónína hefur starfað sem aðstoðarmaður dr. Arnfríðar Guðmundsdóttur, prófessors. Þá hefur hún fengist við margvísleg störf í söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tólf ár.

Sr. Jónina var settur prestur í Dalvíkurprestakalli frá 1. október s.l. til 31. mars 2020. Hún var vígð 11. ágúst á síðasta ári.

Eiginmaður Jónínu er Eggert Þ. Þórarinsson, forstöðumaður í Seðlabanka Íslands, og eiga þau tvö börn.

Þóra Björg Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 1989. Hún lauk prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2019 og BS-prófi í sálfræði frá sama skóla 2016. Hún hefur starfað sem ritari og æskulýðsfullrúi við Grafarvogskirkju frá árinu 2011 en komið að kristilegu starfi frá árinu 2008 m.a. á vegum KFUM og KFUK í Vatnaskógi og Ölveri.

Eiginmaður hennar er Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, kerfisstjóri. Þau eiga tvö börn og búa á Akranes.

hsh


Sr. Jónína Ólafsdóttir


Þóra Björg Sigurðardóttir, mag. theol.

 

 


  • Æskulýðsmál

  • Biskup

  • Frétt

  • Kosningar

  • Safnaðarstarf

  • Starf

  • Biskup

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar