Tvær ráðnar

19. febrúar 2020

Tvær ráðnar

Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd - aðrar kirkjur í Garða- og Saurbæjarprestakalli eru á Akranesi, Leirá og Innra-Hólmi

Umsóknarfrestur um Garða- og Saurbæjarprestakall, Vesturlandsprófastsdæmi, rann út 12. desember s.l. Auglýst var eftir tveimur prestum til þjónustu frá og með 1. febrúar, annað starfið var almennt prestsstarf og hitt var með sérstakri áherslu á barna- og æskulýðsstarf í prestakallinu.

Alls sóttu sjö um störfin en tveir umsækjenda drógu umsóknir sínar til baka.

Kjörnefnd kaus sr. Jónínu Ólafsdóttur í hið almenna prestsstarf og Þóru Björgu Sigurðardóttur, mag. theol., í starfið er snýr að æskulýðnum. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur staðfest ráðningu þeirra.

Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar eru þær sr. Jónína og Þóra Björg ráðnar ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.

Sr. Jónína Ólafsdóttir er fædd á Egilsstöðum 1984 og ólst upp í Þingeyjarsýslu frá fimm ára aldri. Hún lauk BA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 2008 og mag. theol.-prófi 2017, diplómaprófi í sálgæslu 2019 og vinnur nú að lokaritgerð til MA-prófs í guðfræði á sviði kristinnar hjónabandssiðfræði.

Jónína hefur starfað sem aðstoðarmaður dr. Arnfríðar Guðmundsdóttur, prófessors. Þá hefur hún fengist við margvísleg störf í söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tólf ár.

Sr. Jónina var settur prestur í Dalvíkurprestakalli frá 1. október s.l. til 31. mars 2020. Hún var vígð 11. ágúst á síðasta ári.

Eiginmaður Jónínu er Eggert Þ. Þórarinsson, forstöðumaður í Seðlabanka Íslands, og eiga þau tvö börn.

Þóra Björg Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 1989. Hún lauk prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2019 og BS-prófi í sálfræði frá sama skóla 2016. Hún hefur starfað sem ritari og æskulýðsfullrúi við Grafarvogskirkju frá árinu 2011 en komið að kristilegu starfi frá árinu 2008 m.a. á vegum KFUM og KFUK í Vatnaskógi og Ölveri.

Eiginmaður hennar er Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, kerfisstjóri. Þau eiga tvö börn og búa á Akranes.

hsh


Sr. Jónína Ólafsdóttir


Þóra Björg Sigurðardóttir, mag. theol.

 

 


  • Æskulýðsmál

  • Biskup

  • Frétt

  • Kosningar

  • Safnaðarstarf

  • Starf

  • Biskup

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins