Helgi K. Hjálmsson, fyrsti form. Leikmannaráðs, kvaddur

22. febrúar 2020

Helgi K. Hjálmsson, fyrsti form. Leikmannaráðs, kvaddur

Helgi K. Hjálmsson (1929-2020)

Helgi K. Hjálmsson, fyrrum formaður Leikmannaráðs þjóðkirkjunnar, lést 15. febrúar s.l. Hann verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju 28. febrúar n.k., kl. 13.00.

Helgi Konráð fæddist í Vestmannaeyjum 24. ágúst 1929. Foreldrar hans voru hjónin Hjálmar Konráðsson, framkvæmdastjóri, og Sigríður Helgadóttir, kaupkona í Reykjavík.

Eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Stephensen, og eignuðust þau þrjú börn, þau Björn, Sigríði og Helga Steinar.

Helgi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1951 og prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands 1956.

Hann var framkvæmdastjóri Hljóðfæraverslunar Sigríðar Helgadóttur í tæpa tvo áratugi, fulltrúi hjá Verslunarráði Íslands og forstjóri Tollvörugeymslunnar frá 1963. Hann fékkst við kennslustörf í Garðabæ í tæpan áratug. Einn af aðalhvatamönnum þess að stofnað yrði Tónlistarfélag Garðahrepps og var fyrsti formaður þess, sem síðar hlaut nafnið Tónlistarskóli Garðabæjar.

Helgi kom mikið að kirkjumálum og var einlægur kirkjunnar maður og vildi henni allt hið besta. Hann var formaður sóknarnefndar Garðakirkju, sat í héraðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis, og á kirkjuþingi. Hann var fyrsti formaður Leikmannaráðs þjóðkirkjunnar árið 1986 og lét mjög að sér kveða á vettvangi leikmanna. Formaður Leikmannaráðs er forystumaður leikmanna á kirkjulegum vettvangi.

Hann starfaði einn mikið að málum eldri borgara og var formaður Landssambands eldri borgara um skeið.

Helgi var tillögugóður maður í öllum málum og glöggur, hafði góða yfirsýn yfir mál, fylginn sér og fastur fyrir ef með þurfti. Kirkjan átti þar góðan og öflugan liðsmann í skipulags- og fjármálum þar sem Helgi var.

Helgi K. Hjálmsson er kvaddur með virðingu og þökk. Guð blessi minningu hans.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju