Góð heimsókn á bolludegi

24. febrúar 2020

Góð heimsókn á bolludegi

Guðfræðinemar í heimsókn - bollurnar klikkuðu ekki

Í dag komu guðfræðinemar, kennarar og starfsfólk guðfræði- og trúarbragðadeildar Háskóla Íslands í heimsókn í Katrínartún 4. Það er árviss viðburður að deildin komi á Biskupsstofu og ræði við starfsfólk og kynnist starfseminni.

Það var glatt á hjalla og bollurnar runnu út. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, bauð gesti velkomna í hin nýju húsakynni Biskupsstofu. Pétur G. Markan, samskiptastjóri, fylgdi fólki um húsnæðið sem er á þriðju hæð og sýndi það.

Fólk er á einu máli um að mikill munur sé á húsnæðinu í Katrínartúni annars vegar og Laugavegi 31 hins vegar. Katrínartúnið er nýtt og rúmgott húsnæði þar sem fer mjög vel um starfsfólk. 

Stúdentar guðfræðideildarinnar sátu jafnframt stutt námskeið í Katrínartúni 4 hjá Marteini Steinari Jónssyni, sálfræðingi, sem fjallaði um sálgæslu og samfylgd.

hsh


Sr. Agnes, biskup, dr. Rúnar M. Þorsteinnson, prófessor í nýjatestamentisfræðum, 
dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í gamlatestamentisfræðum


Stúdentar og fræðarar - og starfsfólk Biskupsstofu


Prestshjónin í Reykholti voru gestkomandi í Katrínartúni. Frá vinstri: Dagný Emilsdóttir,
sr. Geir G. Waage, og dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor


Pétur G. Markan, samskiptastjóri, ræðir við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur, prófessor


Gestir og stúdentar - og starfsfólk. Fremst á myndinni vinstra megin
er Ásdís Guðmundsdóttir, deildarstjóri guðfræði- og trúarbragðadeildar Háskóla Íslands



  • Biskup

  • Frétt

  • Heimsókn

  • Menning

  • Námskeið

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

  • Námskeið

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju