Samræða um framtíðarsýn

26. febrúar 2020

Samræða um framtíðarsýn

Biskupsstofa er á þriðju hæð í Katrínartúni 4

Á næstunni verða haldnir fjórir fundir þar sem rætt verður um framtíðarsýn fyrir þjóðkirkjuna.

Fundirnir eru haldnir í húsakynnum Biskupsstofu að Katrínartúni 4, á þriðju hæð, í sal sem kallast Þingvellir. Einnig verður streymt frá fundunum og það má sjá hér.

Fundirnir hefjast klukkan kl. 12.30 og standa til kl. 13.15.

Fyrsti fundurinn verður á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar. Þá mun biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, ræða um framtíðarsýn kirkjunnar.

Næstu fundir verða svo:

Föstudaginn 6. mars:     
Þráinn Þorvaldsson fv. framkvstj. og fv. form. sóknarnefndar í Bústaðasókn.
Fimmtudaginn 12. mars:
Auður Pálsdóttir, lektor við menntavísindasvið H.Í.
Fimmtudaginn 19. mars:
Hjalti Hugason, prófessor við trúarbragða- og guðfræðideild H.Í.

Málshefjandi fær tíu mínútur til að ræða um hvernig hann eða hún sér kirkjuna fyrir sér eftir 15 – 20 ár þegar núverandi samningar við ríkið verða endurskoðaðir, (sjá: hér). Einnig munu málshefjendur velta fyrir sér framtíð kirkjunnar út frá boðskap kristinnar trúar inn í 21. öldina. Á eftir verða svo almennar umræður. Umræðum stýrir sr. Halldór Reynisson.

hsh

  • Biskup

  • Frétt

  • Fundur

  • Guðfræði

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju