Prests- og djáknavígsla

27. febrúar 2020

Prests- og djáknavígsla

Dómkirkjan og himinninn

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígir sunnudaginn 1. mars tvo guðfræðinga og tvo djáknakandidata, í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hefst athöfnin kl. 11.00.

Pétur Ragnhildarson, mag. theol., verður vígður sem æskulýðsprestur í Guðríðarkirkju og Fella-og Hólakirkju, í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. 

Þóra Björg Sigurðardóttir mag. theol., verður vígð til prestsþjónustu í Garða- og Saurbæjarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi. 

Vígsluvottar: sr. Guðmundur Karl Ágústsson, sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, sr. Arnfríður Guðmundsdóttir, sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Karl Valgarður Matthíasson, sem lýsir vígslu, og sr. Þráinn Haraldsson.

Djáknakandidat Anna Hulda Júlíusdóttir vígist til þjónustu við orlof aldraðra á Löngumýri, Glaumbæjarprestakalli, Skagafirði, en hún hefur verið kölluð til þeirrar þjónustu af próföstum Reykjavíkurprófastsdæmanna beggja, og djáknakandidat Jóhanna María Eyjólfsdóttir vígist sem djákni til þjónustu í Áskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Vígsluvottar: Djáknarnir Þórey Dögg Jónsdóttir og Rósa Kristjánsdóttir, og sr. Sigurður Jónsson og sr. Henning Emil Magnússon.

hsh

 

 
  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Starf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli