Líflegur dagur kirkjutónlistar

4. mars 2020

Líflegur dagur kirkjutónlistar

Er orgelið risaeðla? spyr einn fyrirlesaranna

Laugardaginn 7. mars verður tónlistin í öndvegi í Hallgrímskirkju eins og svo oft áður. En nú er hvorki meira né minna en dagur kirkjutónlistarinnar 2020. Sá dagur er nú haldinn öðru sinni.

Dagskráin hefst kl. 10.00 og stendur fram til kl. 15.30.

Fjögur örerindi verða flutt um morguninn – og tónlist að sjálfsögðu með. Heiti hvers erindis fyrir sig ætti að vera nægilegt til að vekja áhuga fólks. Það fyrsta ber það ískyggilega heiti: Hvernig drepum við niður safnaðarsönginn? Og það annað: Hví hættir ekki presturinn að tóna? Síðan er spurt stórt: Er orgelið risaeðla? Og að síðustu velta menn því fyrir sér hvort kirkjutónleikar og tónlist í helgihaldi séu óvinir.

Í hádeginu verður orgelið knúið eftir forskrift Matinée og það gerir Björn Steinar Sólbergsson, og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, hefur um hönd stutta bænastund.

Þátttakendum verður svo boðið upp á súpu og kaffi áður en næsta lota byrjar.

Fjögur stutt erindi verða flutt upp úr hádeginu og umræður fara fram. Sr. Skúli S. Ólafsson ríður á vaðið og yfirskrift hans erindis er: Útförin - þjóðkirkjan í hnotskurn. Þá mun Guðmundur Sigurðsson, organisti, fjalla um starfsreglur og stöðu tónlistarinnar í útförinni. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson ræðir um danskt fræðsluefni um útför og annað er henni tengist. Loks flytur Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, erindi um nýja sálma og stöðu sálmsins í útförinni.

Biskup Ísland, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, mun svo afhenda tónlistarverðlaun kirkjunnar 2020, kl. 15.15. Þau hlýtur að þessu sinni Una Hólmfríður Kristjánsdóttir en á komandi vori hefur hún sungið samfellt í sjötíu ár í kór Raufarhafnarkirkju.

Dagur kirkjutónlistarinnar er vettvangur fyrir allt starfsfólk kirkjunnar sem og allt áhugafólk um kirkjutónlist til að skiptast á skoðunum og láta í sér heyra um öll þau mál sem tengjast kirkjutónlistinni.

Það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp jafn áhugaverða dagskrá um kirkjutónlist og sitthvað er henni tengist. Segja má að þessi dagur kirkjutónlistarinnar 2020 sé fræðslu- og samtalsdagur allra þeirra er að þessum málum koma í kirkjunni. Þess vegna er hann líka ánægjudagur sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Eitt er víst að kirkjan.is mun fylgjast með þessum líflega degi!

hsh


  • Fræðsla

  • Frétt

  • Guðfræði

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði