Annar fundur um framtíðarsýn

5. mars 2020

Annar fundur um framtíðarsýn

Mynd af hluta úr listaverki í Grafarvogskirkju eftir Huldu Halldór Guðbjargar

Næsti umræðufundur um framtíðarsýni fyrir þjóðkirkjuna verður haldinn á morgun, föstudaginn 6. mars, í húsakynnum Biskupsstofu að Katrínartúni 4, á þriðju hæð, í sal sem kallast Þingvellir.

Fundurinn hefst klukkan kl. 12.30 og stendur til kl. 13.15.

Einnig verður streymt frá fundinum og það má sjá hér.

Á fyrsta fundinum ræddi biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, um framtíðarsýn kirkjunnar.

Málshefjandi annars fundar, á morgun, er Þráinn Þorvaldsson, fyrrv. formaður sóknarnefndar Bústaðakirkju.

Málshefjandi fær tíu mínútur til að ræða um hvernig hann eða hún sér kirkjuna fyrir sér eftir 15 – 20 ár þegar núverandi samningar við ríkið verða endurskoðaðir, (sjá: hér). Einnig munu málshefjendur velta fyrir sér framtíð kirkjunnar út frá boðskap kristinnar trúar inn í 21. öldina.

Á eftir verða svo almennar umræður. Umræðum stýrir sr. Halldór Reynisson. 

Fundurinn er öllum opinn. 

Næstu fundir verða svo:

Fimmtudaginn 12. mars:
Auður Pálsdóttir, lektor við menntavísindasvið H.Í.
Fimmtudaginn 19. mars:
Hjalti Hugason, prófessor við trúarbragða- og guðfræðideild H.Í.

hsh

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Starf

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði