Annar fundur um framtíðarsýn

5. mars 2020

Annar fundur um framtíðarsýn

Mynd af hluta úr listaverki í Grafarvogskirkju eftir Huldu Halldór Guðbjargar

Næsti umræðufundur um framtíðarsýni fyrir þjóðkirkjuna verður haldinn á morgun, föstudaginn 6. mars, í húsakynnum Biskupsstofu að Katrínartúni 4, á þriðju hæð, í sal sem kallast Þingvellir.

Fundurinn hefst klukkan kl. 12.30 og stendur til kl. 13.15.

Einnig verður streymt frá fundinum og það má sjá hér.

Á fyrsta fundinum ræddi biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, um framtíðarsýn kirkjunnar.

Málshefjandi annars fundar, á morgun, er Þráinn Þorvaldsson, fyrrv. formaður sóknarnefndar Bústaðakirkju.

Málshefjandi fær tíu mínútur til að ræða um hvernig hann eða hún sér kirkjuna fyrir sér eftir 15 – 20 ár þegar núverandi samningar við ríkið verða endurskoðaðir, (sjá: hér). Einnig munu málshefjendur velta fyrir sér framtíð kirkjunnar út frá boðskap kristinnar trúar inn í 21. öldina.

Á eftir verða svo almennar umræður. Umræðum stýrir sr. Halldór Reynisson. 

Fundurinn er öllum opinn. 

Næstu fundir verða svo:

Fimmtudaginn 12. mars:
Auður Pálsdóttir, lektor við menntavísindasvið H.Í.
Fimmtudaginn 19. mars:
Hjalti Hugason, prófessor við trúarbragða- og guðfræðideild H.Í.

hsh

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Starf

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

Á svölum vetrardögum er gott að orna sér við tónlistina

„...gefandi og uppbyggjandi...“

26. jan. 2021
Kraftmikið námskeið í boði
Bessastaðakirkja á fallegum degi

Elvis í Bessastaðakirkju

25. jan. 2021
...góð stund
Skírnarskál Digraneskirkju - myndbrot

Kynning á störfum

24. jan. 2021
...ný tækifæri