Þau sóttu um starf héraðsprests

6. mars 2020

Þau sóttu um starf héraðsprests

Merki þjóðkirkjunnar: Biðjandi, boðandi, þjónandi

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru starf héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út hinn 4. mars s.l. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Þessi sóttu um starfið:

Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir
Sr. Gunnar Jóhannesson
Guðrún Eggertsdóttir mag. theol.
Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson
Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson
Sr. Ursula Árnadóttir

Biskup Íslands ræður héraðsprest og leggur til grundvallar vali sínu umsögn matsnefndar og tillögu héraðsnefndar.

Einnig auglýsti biskup starf héraðsprests til þjónustu í Austurlandsprófastsdæmi frá og með 1. maí. Enginn sótti um starfið.

hsh


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Biskup

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju