Biskup skrifar samstarfsfólki sínu vegna covid19

7. mars 2020

Biskup skrifar samstarfsfólki sínu vegna covid19

Í gær ritaði biskups Islands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, samstarfsfólki sínu bréf vegna covid19 (kórónaveirunnar).

Búið er að lýsa yfir neyðarástandi vegna kórónaveirunnar en ekki samkomubanni.

Biskup hvetur samstarfsfólk sitt til að afla upplýsinga á heimasíðu landslæknisembættisins, landlaeknir.is um stöðu mála.

Biskup getur þess að messað verði í kirkjum meðan ekki er búið að lýsa yfir samkomubanni. En biskup lætur í ljós þá ósk sína að ekki verði altarisgöngur viðhafðar að svo stöddu.

Jafnframt getur biskup þess að kirkjan fari að fyrirmælum sóttvarnarlæknis.

„Við biðjum jafnframt fyrir þeim öllum sem búa við mikið álag við að fyrirbyggja vá og vakta stöðuna almenningi til heilla,“ segir í lok bréfsins.

Bréfið má sjá hér fyrir neðan í heild sinni.

hsh

 

 

 

 

  • Biskup

  • Frétt

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Biskup

  • Samfélag

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna