Orðsending til presta, djákna og formanna sóknarnefnda í báðum Reykjavíkurprófastsdæmum - viðbrögð vegna Covid-19

8. mars 2020

Orðsending til presta, djákna og formanna sóknarnefnda í báðum Reykjavíkurprófastsdæmum - viðbrögð vegna Covid-19

Merki þjóðkirkjunnar: Biðjandi, boðandi, þjónandiTil presta, djákna og formanna sóknarnefnda í báðum Reykjavíkurprófastsdæmum.

Að höfðu samráði við biskup Íslands og framkvæmdastjóra Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma vil ég beina þeim tilmælum til presta, djákna, sóknarnefnda og starfsmanna safnaðanna er mál eldri borgara varða að safnaðarstarf fyrir eldri borgara verði fellt niður í báðum prófastsdæmunum frá og með morgundeginum 9. mars 2020 og til þess tíma er varúðarráðstafanir Reykjavíkurborgar og elli- og hjúkrunarheimila vegna Covid19 standa yfir. Ennfremur vil ég geta þess að tónleikunum Gamlinginn í Breiðholtskirkju 12. mars n.k. hefur verið frestað.

Vinsamlegast komið þessum boðum til allra starfsmanna og sjálfboðaliða safnaðanna er málið varðar, s.s. organista, kirkjuvarða og annarra. Síðast en ekki síst að boðin berist til þeirra er þjónustunnar njóta, þ.e. eldri borgaranna. Stutt fréttatilkynning um málið verður send fjölmiðlum í kvöld.

Að þessu sögðu vil ég hvetja ykkur öll til að fylgjast vel með ykkar eldri skjólstæðingum í gegnum síma- og tölvusamskipti og yfirleitt að finna nýjar, skapandi leiðir til að rjúfa einangrun þeirra sem minna mega sín í þessum aðstæðum.

Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur.

  • Biskup

  • Samfélag

  • Biskup

  • Samfélag

  • Þjónusta

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju