Standa í ströngu með bros á vör

8. mars 2020

Standa í ströngu með bros á vör

Gugga, Edda og Oddný - kirkjukonur með bros á vör

Í gær var mikið um að vera hjá starfsfólki Kirkjuhússins - Skálholtsútgáfunnar, en verslunin við Laugaveg 31, flutti í Katrínartún 4.

Það hefur lengi verið í undirbúningi. Þú flytur ekki heila verslun í snarheitum. Það krefst undirbúnings og skipulags. Og það verður opnað á morgun, mánudag. 

Og nú var komið að því. Kirkjan.is fylgdist með af athygli.

Tveir stórir flutningabílar athöfnuðu sig við Laugaveg 31, ökumennirnir eru snillingar í að bakka að húsinu. „Dekruðu við bakkið,“ eins og einhver sagði sem stóð fyrir utan hina sögufrægu verslun Brynju. Enda Dekurflutningar þar á ferð.

Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan hefur verið við Laugaveg hátt í aldarfjórðung. Áður var útgáfan og verslunin við Kirkjustræti, bak Dómkirkjunni. Þegar flutt var á Laugaveg 31 flaug það frá kirkjustjórninni að útgáfan og verslunin yrðu að sjálfsögðu andlit hússins á fyrstu hæð. Og svo sannarlega hefur Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar verið andlit hennar. Ætíð glöð í bragði og hress í lund eins og ásjóna eins húss þarf að vera - og sérstaklega þar sem fagnaðarerindið er meginstoðin. Kínverskt orðtæki segir líka að sá eða sú sem kunni ekki að brosa eigi ekki að reka verslun. Það á svo sannarlega ekki við Eddu Möller. Enda rekur hún verslun og útgáfu.

Þegar kirkjan.is kom að morgni laugardagsins á  Laugaveg 31 voru þær Kirkjuhúskonur Edda, Oddný og Gugga, á kafi við hreingerningar og flutningsundirbúning. Það var sem fjöldi tuskna (þetta er rétt lesandi góður, svona er eignarfall fleirtölu af tuska) væri á lofti í einu þegar þær struku af verslunarinnréttingum sem flytja á. Hér er hagsýni húsmóðurinnar í öndvegi og það notað sem til er en ekki spreðað í eitthvað nýtt þótt verið sé að flytja. Og þær skipuleggja þetta sjálfar sem bestu híbýlafræðingar væru, sjálfstæðar konur og einbeittar. Þannig er verslunin líka tímalaus og minnir á þá hún var við Klapparstíg í fyrndinni, Kirkjustræti og síðast við Laugaveg. Sama verslun og áður en þó með andblæ hins nýja - og viðskiptavininum finnst sem væri hann heima hjá sér..

Það er ætíð gaman að koma í verslunina Kirkjuhúsið, þar sem starfsfólkið býður góðan dag með bros á vör - og spyr hvort kaffi sé ekki þegið meðan gata viðskiptavinarins er greidd og erindum hans svarað. 

Kirkjan.is óskar Kirkjuhúsinu-Skálholtsútgáfunni til hamingju með tímamótin. 

hsh


Einstaklega færir bílstjórar við þröngar aðstæður

 


Þessi horngluggi er einn sá glæsilegasti við Laugaveginn 

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði