„Gamlinginn,“ leggur sig í eitt ár...

9. mars 2020

„Gamlinginn,“ leggur sig í eitt ár...

Löngumýri - eldri kynslóðin hlúir að gróðri fyrir æskulýðinn

Eins og öllum er kunnugt um verður eldra fólk að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart kórónaveirunni.

Þess vegna hefur margvíslegt starf eldri borgara verið blásið af um stundarsakir.

Til dæmis fjáröflunartónleikarnir sem kallast Gamlinginn 2020 og áttu að vera nú í vikunni í Breiðholtskirkju. Þau hjónin Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson áttu að vera þar í aðalhlutverkum. Einnig átti að koma fram tríóið Löngumýrargengið, sem er skipað þeim Gunnari Rögnvaldssyni, staðarhaldara á Löngumýri, Írisi Olgu Lúðvíksdóttur og Sigvalda Helga Gunnarssyni.

Tónleikarnir falla semsé niður þetta árið en verða haldnir í mars á næsta ári, 2021.

Kirkjan.is leitaði til Þóreyjar Daggar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma, til að ræða þessi mál. Hún segir að tónleikarnir Gamlinginn hafði verið haldnir frá 2014. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Lindakirkju og Óskar Einarsson var tónlistarstjóri.

„Gamlinginn er ágætt nafn á þessum tónleikum en það var hann séra Guðmundur Karl í Lindakirkju sem stakk upp á því,“ segir Þórey Dögg. „Eldri borgurunum finnst þetta vera fínt nafn en þeir eru í miklu meirihluta þeirra sem sækja tónleikana.“ Hún segir að svo hafi líka hist á að margir voru að lesa sænsku bókina um Gamlingjann sem skreið út um gluggann og og hvarf - síðar var gerð kvikmynd eftir bókinni – og sagan líka sett í leikbúning og sviðsett. Það var allt á gamansömum nótum – en þó auðvitað var alvara undir niðri.

Tónleikarnir eru mikilvæg tekjulind fyrir orlofsdvöl eldri borgara á Löngumýri að sögn Þóreyjar Daggar. Einstaklega góð stemmning er á tónleikunum og það er mikil gleði sem svífur yfir vötnunum. „Tónleikarnir breytast alltaf í eitt risastórt ættarmót þar sem fólk faðmast og knúsast,“ segir Þórey Dögg. „Það er nú þessi yndislega knússtemmning sem er ástæða þess að tónleikunum er sleppt þetta árið í ljósi kórónaveirunnar.“

Þórey Dögg segir að niðurfelling tónleikanna þetta árið sé nauðsynleg en hún sé líka erfið vegna þess að fólkið hafi notið þeirra til botns, og svo hafi þeir haft svo mikið auglýsingagildi fyrir orlofsdvölina. „Og tónleikarnir hafa þau góðu áhrif að fjölmiðlar eru spenntir fyrir þeim og leita því gjarnan eftir viðtölum við mig.“ Hún segir viðtölin vekja athygli á starfsemi Löngumýrar og aðstæðum eldra fólks í samfélaginu – og hvort tveggja er mikilvægt.

Margir hafa notað tónleikana til að styrkja orlofsdvölina á Löngumýri og sótt þá til að hitta allt það góða fólk sem þau dvöldust með fyrir norðan.

Enda þótt tónleikarnir verði ekki haldnir að sinni í ár þá verður orlofsdvölin á sínum stað. Og alltaf jafnvinsæl.

En það sem Eldriborgararáð Reykjavíkurprófastsdæmanna leggur mesta áherslu á er að tryggja öryggi eldra fólksins. „Við viljum ekki taka neina áhættu með okkar dýrmæta fólks,“ segir Þórey Dögg í lokin

Eldriborgararáð Reykjavíkurprófastsdæma

Orlofsbúðir eldri borgara á Löngumýri í Skagafirð

hsh


Þetta var árið 2016 - og auðvitað var Raggi Bjarna þar - blessuð veri minning hans!


Já, takk. Kaffi rýfur einangrun

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Öldrunarþjónusta

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði