Kirkjutónlistarkona

9. mars 2020

Kirkjutónlistarkona

Erla Rut Káradóttir, kantor

Útskriftartónleiku Erlu Rutar Káradóttur fóru fram í Hallgrímskirkju í gær.  Þar með lauk hún bakkalárnámi frá kirkjutónlistarbraut Listaháskóla Íslands í samstarfi við Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Erla Rut lauk jafnframt kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Flutt verða verk eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn, Olivier Messiaen og Jehan Alain.

Tónskóli þjóðkirkjunnar heldur uppi kennslu í kirkjutónlist og litúrgískum fræðum og menntar organista til starfa við kirkjur landsins.

Boðið er upp á fjórar námsbrautir: 

1. Kirkjuorganistapróf sem veitir réttindi til starfa við minni kirkjur.
2. Kantorspróf sem veitir starfsréttindi til að starfa sem organisti innan þjóðkirkjunnar.
3. Einleiksáfanga og BA-gráðu í kirkjutónlist sem kennd er í samvinnu við Listaháskóla Íslands.

Helstu námsgreinar skólans eru orgelleikur, litúrgískt orgelspil, kórstjórn, söngur, sálma og helgisiðafræði, kirkjusöngfræði, kirkjufræði og orgelsmíði.

Skólinn hefur starfað allt frá stofnun embættis söngmálastjóra 1941 en hét þá Söngskóli þjóðkirkjunnar og starfaði í formi námskeiða. Síðar var nafni skólans breytt og hann rekinn sem níu mánaða tónlistarskóli.

Skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar er Björn Steinar Sólbergsson.

Heimasíða Tónskóla þjóðkirkjunnar

hsh
  • Frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði