Granninn í vestri fær nýjan biskup

11. mars 2020

Granninn í vestri fær nýjan biskup

Frá Grænlandi - Mynd: Lucas Jackson/Reuters/Ritzau Scanpix

Nýr Grænlandsbiskup verður valinn í haust en núverandi biskup, sr. Sofie Petersen, hefur tilkynnt að hún láti af störfum á árinu fyrir aldurs sakir. Vígsludagur er nú þegar ákveðinn eða 22. nóvember og fer vígslan fram í Hans Egede-kirkju í Nuuk.

Grænland er stærsta biskupsumdæmi hins danska ríkis (2,166,086 km2) og fékk sem slíkt sjálfstæði 1993 og með lögum frá 2010 varð til grænlensk þjóðkirkja.Tæplega 95% Grænlendinga tilheyra hinni evangelísk lúthersku þjóðkirkju. Þess vegna er staða Grænlandsbiskups sterk í þessu litla samfélagi. Grænlendingar eru um 55.000 að tölu.

Í Grænlandsbiskupsumdæmi eru rúmlega tuttugu prestar. Það er mikilvægt í hugum Grænlendinga að biskupinn nýi kunni grænlensku og tali hana. Sr. Sofie Petersen, Grænlandsbiskup, er grænlensk. Grænlendingar eiga erfitt með að sjá fyrir sér biskup sinn hafa um hönd guðsþjónustur sem verði ætíð að hafa túlk með sér sem talar grænlensku.

Fyrir nokkru var allhörð umræða í Grænlandi um starfsemi kristinna trúfélaga sem komu þangað til að boða trú. Grænlandsbiskup blandaði sér í málin og sagði að þetta trúboð gengi út frá því að Grænlendinga væru ekki trúaðir og á það vildi hún ekki fallast. Trúboðarnir voru afar ósáttir við orð hennar um það. Margir Grænlendingar deila þessari tortryggni biskupsins gagnvart trúboðum sem flestir eru útlendir. Lengi vel var grænlenska þjóðkirkjan eina skráða trúfélagið á Grænlandi en það hefur breyst. En staða grænlensku þjóðkirkjunnar er engu að síður mjög sterk og hún nýtur mikils trausts.

Það er mikill prestaskortur á Grænlandi sem er allnokkurt áhyggjuefni. Grænlenska kirkjan verður til dæmis að sjá til þess að grænlenskur prestur sé á Sjálandi og Jótlandi fyrir Grænlendinga. Lengi hefur verið reynt að fá grænlenskan prest til Árósa en það hefur ekki gengið. Prestaskorturinn kemur að sjálfsögðu einnig niður á byggðunum í Grænlandi.


hsh/Kristeligt Dagblad


  • Alþjóðastarf

  • Frétt

  • Menning

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Menning

Á svölum vetrardögum er gott að orna sér við tónlistina

„...gefandi og uppbyggjandi...“

26. jan. 2021
Kraftmikið námskeið í boði
Bessastaðakirkja á fallegum degi

Elvis í Bessastaðakirkju

25. jan. 2021
...góð stund
Skírnarskál Digraneskirkju - myndbrot

Kynning á störfum

24. jan. 2021
...ný tækifæri