Fundi kirkjuþings frestað

12. mars 2020

Fundi kirkjuþings frestað

Frá fundi kirkjuþings 2019 í nóvember s.l. Svana Helen Björnsdóttir í ræðustóli, þá Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, og Ragnhildur Benediktsdóttir, lögfræðingur

Forsætisnefnd kirkjuþings ákvað í dag í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu að fresta framhaldsfundi kirkjuþings 2019 sem halda átti 20. mars n.k. til föstudagins 12. júní kl. 14.00.

Búist er við því að þinginu ljúki á sunnudagskvöldi 14. júní, en það gæti þó dregist um einn sólarhring.

Þá hefur forsætisnefnd ákveðið að tilnefna fulltrúa í eftirfarandi þriggja manna undirbúningsnefndir sem starfi fram að þinginu í júní:

1. Nefnd til að undirbúa breytingar á þjóðkirkjulagafrumvarpinu frá 2017
2. Nefnd til að undirbúa innleiðingu á reglum um kjaranefnd
3. Nefnd til að hefja undirbúning úthlutana úr Jöfnunarsjóði sókna eftir nýjum reglum

Um kirkjuþing Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Þingið kemur árlega saman til fundar á haustdögum. Heimilt er að gera allt að sex mánaða hlé á þingfundum milli umræðna eða áður en síðari umræðu um þingmál lýkur. Á þinginu sitja 29 fulltrúar, 12 vígðir og 17 leikmenn. Forseti kirkjuþings er kjörinn úr röðum leikmanna. Núverandi forseti er Drífa Hjartardóttir.

Sjá nánar um kirkjuþing hér.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju