Danir loka kirkjum

13. mars 2020

Danir loka kirkjum

Brimarhólmskirkja (Holmens kirke) í Kaupmannahöfn. Hér var sr. Haukur Gíslason (1878-1952) prestur í rúm þrjátíu ár og sinnti meðal annars prestsþjónustu fyrir Íslendinga

Í gær tók danska kirkjustjórnin þá ákvörðun að loka öllum kirkjum í landinu til 1. apríl.

Kórónaveiran truflar allt samfélagið í Danmörku eins og víðar í heiminum.

Þetta þýðir að engar guðsþjónustur verða haldnar. Öðrum kirkjulegum athöfnum eru sett ákveðin skilyrði hvað þátttökufjölda snertir. Ekki verður leyfilegt að fleiri séu við útför en hundrað manns. Sama á við um skírnir og hjónavígslur. Aðrir viðburðir eins og tónleikar í kirkjum eru blásnir af. Sjá nánar hér.

Allt starfsfólk kirknanna vinnur heima meðan lokunin stendur yfir.

Þessi ákvörðun er tekin eftir að danska ríkisstjórnin lét boð út ganga um harðar aðgerðir til að koma í veg fyrir aukin smit kórónaveirunnar.

Þótt kristnihaldi séu þessar skorður settar um stund í ljósi hinna mjög svo óvenjulegu aðstæðna í samfélaginu þá hefur fólk að sjálfsögðu margvísleg tækifæri til að rækta trú sína, t.d. með bænahaldi og Biblíulestri. Þá er fólki bent á að hægt sé að leita sér sálgæslu á netinu, sjá hér en það er mjög svo athyglisverð leið.

Skynsemin ræður Pétur Skov-Jakobsen, Kaupmannahafnarbiskup, segir lokun kirknanna vissulega vera dapurlega en menn verði að sýna skynsemi: „Maður á ekki að koma fram við raunveruleikann eins og þar sé einhver kjáni á ferð,“ segir hann. Guðfræðileg hugarleikfimi eins og vangaveltur um það hve margir englar geti staðið á nálaroddi og aðrar í þeim dúr verði að bíða þess tíma þegar vágesturinn er um garð genginn.

En það eru ekki bara Danir sem hafa brugðið á það ráð að loka kirkjum tímabundið. Það hafa líka Norðmenn gert - sjá hér. Svíar bíða átekta, sjá hér - sem og við Íslendingar. Norðurlandakirkjurnar eiga það sameiginlegt að fara í einu og öllu að ráðum sóttvarnaryfirvalda.

Þó eru kirkjudeildir sem gefa ekki eftir í þessu efni. Gríska rétttrúnaðarkirkjan þráast við og telur sig hafa fullan rétt til að hafa guðsþjónustur um hönd þar sem hundruð manna eru þátttakendur. Hún lætur fyrirmæli yfirvalda og lækna sem vind um eyru þjóta og heldur sínu striki.

hsh/Kristeligt Dagblad

Á heimasíðum danskra kirkna má lesa tilkynningar um lokun vegna kórónuveirunnar
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju