Fréttatilkynning vegna COVID-19 veirunnar

13. mars 2020

Fréttatilkynning vegna COVID-19 veirunnar

Messuhald og fermingar falla niður í vor vegna samkomubanns.

Í samhljóðan við ákvörðun stjórnvalda sem kynnt var á upplýsingafundi forsætisráðherra rétt í þessu um samkomubann vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur biskup Íslands sent út eftirfarandi tilkynningu.

Allt messuhald og vorfermingar falla niður í Þjóðkirkjunni. Ákvörðunin er tekin með almannaheill í huga og gildir á meðan samkomubann er í gildi.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvenær farið verður af stað aftur með hefðbundið starf.

Ákvörðun biskups Íslands verður endurskoðuð í samhengi við frekari ákvarðanir stjórnvalda.

Hins vegar verður streymt frá messuhaldi á netinu þann tíma sem almennt messuhald fellur niður.

Prestar landsins halda áfram að gegna mikilvægri sálgæsluþjónustu með öllum þeim varúðarsjónarmiðum sem landlæknir hefur gefið út. Boð þess efnis fóru frá biskupi Íslands út til presta rétt í þessu.

Ljóst er að þessi ákvörðun setur þann einstaka viðburð sem ferming er hverjum einstaklingi og fjölskyldu hans í erfiða stöðu. Fermingardagur er tímamótaviðburður í lífi einstaklinga - um leið er dagurinn oft mikið ættar- og vinamót. Þetta er því þung ákvörðun að taka, en um leið afar mikilvæg og tekin með velferð fólks í huga.

Framundan er mikil áskorun fyrir íslenskt samfélag að takast á við þennan vágest sem COVID-19 er. Þar mun fullur sigur vinnast með samtakamætti, samheldni og ábyrgð – trú, von og kærleika.

Sem stendur er gert ráð fyrir sumarfermingum og haustfermingum. Allar nánari útfærslur verða gerðar í samráði presta og safnaða. Við hvetjum því alla að hafa samband við sinn prest eða kirkju varðandi framhaldið.

Næstu dagar munu einkennast af snörum vendingum, nýjum upplýsingum og hröðum skiptingum. Það er því afar mikilvægt að fylgjast vel með og samtaka að fylgja fyrirmælum stjórnvalda.

Upplýsingar frá Þjóðkirkjunni munu birtast á kirkjan.is – Facebook og Twitter.

Biskup Íslands mun ávarpa þjóðina í útvarpsmessu á sunnudag. Að þessu sinni verður útvarpsmessan frá Reynivöllum í Kjós þar sem sr. Arna Grétarsdóttir þjónar.

Frekari upplýsingar gefur Pétur G. Markan, samskiptastjóri – petur@biskup.is / 6984842


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju