Nýr prestur á Selfoss

13. mars 2020

Nýr prestur á Selfoss

Í Selfosskirkju

Umsóknarfrestur um starf prests í Selfossprestakalli, Suðurprófastsdæmi rann út á miðnætti þann 6. febrúar. Alls sóttu sex um starfið.

Kjörnefnd kaus sr. Gunnar Jóhannesson til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hans.

Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Gunnar ráðinn ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Hver er presturinn? Sr. Gunnar er fæddur á Akranesi árið 1977. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1997 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Hann lauk framhaldsnámi í guðfræði frá sama skóla árið 2012. Sr. Gunnar tók við embætti sóknarprests í Hofsóss – og Hólaprestakalli árið 2004 og gegndi því til ársins 2013. Þá þjónaði hann sem héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi frá september 2013 fram í maí 2014. Árið 2014 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Noregs og þjónaði þar sem sóknarprestur í Ringebu í Hamarbiskupsdæmi fram til loka ágúst 2018. Frá september 2018 til 31. nóvember 2019 þjónaði hann sem settur prestur í Hveragerðisprestakalli og frá 1. desember 2019 hefur hann þjónað sem settur prestur í Selfossprestakalli. Sr. Gunnar er kvæntur Védísi Árnadóttur, kennara, og eiga þau fjögur börn.

Í Selfossprestakalli, eru fjórar sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Selfosssókn, Laugardælasókn, Hraungerðissókn og Villingaholtssókn. Selfossprestakall tilheyrir tveimur sveitafélögum, Árborg og Flóahreppi, með tæplega 10.800 íbúa, þar af 9.246 sóknarbörn. Í prestakallinu starfa sóknarprestur og prestur, auk þess sem héraðsprestur hefur starfað við prestakallið. Sóknarprestur og prestur skulu, undir forystu prófasts, skipta formlega með sér verkum.

hsh


Sr. Gunnar Jóhannesson
  • Biskup

  • Frétt

  • Kosningar

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Starf

  • Umsókn

  • Biskup

  • Samfélag

Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins
Hrönn Guðjónsdóttir

Mikilvægt að nudda ungbörnin

19. nóv. 2024
...fræðslumorgunn á foreldramorgni