Danir grípa til sinna ráða

17. mars 2020

Danir grípa til sinna ráða

Lokaðar kirkjur opna aðrar leiðir

Sannarlega er það óvenjulegt ástand þegar engar formlegra guðsþjónustur fara fram í kirkjum landsins vegna samkomubannsins.

Síðastliðinn laugardag var útför streymt frá Skálholtsdómkirkju og tókst það vel. Það liggur í loftinu að slíkt muni eitthvað aukast enda þótt að í mörgum dánarauglýsingum í blöðunum í dag hafi það verið tekið fram að útför færi fram í kyrrþey vegna „hinna óvenjulegu aðstæðna í samfélaginu.“ Tæpast verður streymt frá útför í kyrrþey.

Nú bíða menn þess að hlaðvarpi kirkjunnar verði ýtt úr vör eins og talað var um. Einnig er verið að kanna með möguleika á streymi.

En frændur vorir Danir hafa gripið og til sinna ráða því þar var kirkjum einnig lokað fyrir helgi vegna samkomubanns.

Þúsundir Dana fylgdust með guðsþjónustum sem var streymt víða frá kirkjum.

Í einni kirkju í Ribe þar sem um fimmtíu manns verma kirkjubekki alla jafna á sunnudögum var þar enginn. Hins vegar fylgdust um 1500 manns með streymi frá kirkjunni. Að vonum var sóknarpresturinn ánægður. Hann sagði þetta sýna að kirkjan væri miklu meira en byggingin – hún nær langt út fyrir hana.

Það voru fleiri kirkjur sem brugðu á þetta ráð. Í kirkju heilags Páls postula í Kaupmannahöfn eru um 200-300 manns á hverjum sunnudegi en þar var náttúrlega enginn síðasta sunnudag en hins vegar fylgdust með 6864 guðsþjónustunni gegnum streymið – talningin er nákvæm!

Á fjórða þúsund fylgdust með streymi í einni kirkjunni og á sjötta þúsund í annarri. Þannig má tína dæmin til. Kirkjufólkið var ánægt með tiltækið enda þótt það sagðist náttúrlega ekki geta fullyrt neitt um hvort fólk fylgdist með útsendingu allt til enda. En víst er að fólk leitar til kirkjunnar á neyðartímum eins og þessum og er gott til þess að vita að kirkjan getur rétt fólki hjálparhönd.

Tæknin virðist ekki vera mjög flókin – stundum er aðeins snjallsími notaður - streymt er um Facebókarsíður kirknanna, heimasíður og gegnum YOUTUBE.

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af streymi nokkurra kirkna frá síðasta sunnudegi.

Hér má sjá streymið frá kirkju heilags Páls í Ársósum.

Hér er streymi frá Vor frelsers kirke i Árósum.

Hér er streymi frá St. Nikolai-kirkju á Bornhólmi. 

Hér er streymi frá Betlehemskirkjan í Kaupmannahöfn.

Hér er svo skemmtileg frétt um þetta tiltæki kirknanna. 

hsh/Kristeligt Dagblad


  Jónshús í Kaupmannahöfn
  03
  apr.

  Þau sóttu um Kaupmannahöfn

  Ráðið í starfið frá 2. ágúst
  Klukknaport Viðeyjarkirkju -þrjár klukkur - frá 1735, 1752 og 1786
  03
  apr.

  Stuðningshringing

  ...og tekið undir þakklæti