Grafarvogskirkja streymir

17. mars 2020

Grafarvogskirkja streymir

Í Grafarvogskirkju

Í dag streymdi Grafarvogskirkja helgistund á Facebókar-síðu sinni. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson flutti hugleiðingu og Hilmar Örn Agnarsson var við orgelið.  

Á tímum samkomubanns er upplagt að taka þátt í helgihaldi með þessum sérstaka hætti - enda tímar nú mjög svo óvenjulegir. 

Eflaust munu fleiri kirkjur fleyta helgihaldi áfram til fólks með þessu móti. Breyttir tímar kalla á nýjar aðferðir. 

Þá var bænastund frá Grensáskirkju í Fossvogsprestakalli streymt í hádeginu - sjá nánar hér.

Kirkjan.is fagnar þessu framtaki og skorar á fleiri að reyna fyrir sér í þessu efni.

Hér má sjá helgistund frá Grafarvogskirkju í dag

hsh


Bæn sem sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir þýddi

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju