Biblíusögur, gaman, gaman!

18. mars 2020

Biblíusögur, gaman, gaman!

Biblíusögur eru fyrir fólk á öllum aldri

Biblíusögur styrkja trú barna og fullorðinna. 

Kristin trú segir sögu og í þeirri sögu eru margar sögur. Flestar þeirra eru mjög eftirminnilegar og magnaðar. Sumar eru sígildar perlur heimsbókmenntanna og segja frá kærleika sem er engu öðru líkur og þær styðja góð samskipti milli fólks – fela í sér ákveðna siðfræði sem leggur góðan grunn að farsælu lífi - og eflir trúna.

Þau eru mörg sem þekkja sögur Biblíunnar og geta endursagt margar þeirra. Kunnugir segja þó að eitthvað hafi þekkingu á sögum Biblíunnar hrakað meðal yngra fólks eftir að dregið var all hastarlega úr kristinfræðikennslu í skólum landsins enda þótt um áttatíuprósent þjóðarinnar tilheyri kristnum trúfélögum.

Nú er skólastarf verulega skert vegna kórónuveirunnar - einnig hvers kyns tómstundastarf. Börnin hafa því meiri tíma en áður til að sinna einu og öðru í frítíma sínum.

Nýbúið er að setja upp Youtube-rás sem heitir því gamla, góða nafni: Biblíusögur. Þar má sjá fallegar teiknimyndir fyrir börn á öllum aldri þar sem boðskapurinn kristinnar trúar er fluttur með skýrum hætti. Alls eru þetta tólf sögur og í bígerð er að fjölga þeim. Þula er Edda Möller.

Það er sr. María Gunnarsdóttir, verkefnastjóri á fræðslusviði Biskupsstofu, sem á heiðurinn af því að hafa sett þetta í loftið. Nú er um að gera að njóta og deila svo sem flestir frétti af þessu.

Og horfa með börnunum og tala um sögurnar!

Gjörið svo vel: Biblíusögur barna á öllum aldri.

hsh


Í versluninni Kirkjuhúsið í Katrínartúni 4 má finna ýmislegt handa börnum og fullorðnum


Kristin fræði handa grunnskólum - margir kannast við þessar

 

 


  • Barnastarf

  • Frétt

  • Menning

  • Sálgæsla

  • Trúin

  • Útgáfa

  • Menning

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju