Biskupsstofa bregst við

24. mars 2020

Biskupsstofa bregst við

Biskupsstofa er á þriðju hæð í Katrínartúni 4

Fjölmargir vinnustaðir hafa gripið til þess ráðs að loka með öllu og starfsfólk vinnur þá heiman frá sér. Aðrir vinnustaðir loka að nokkru leyti og mælast til þess við starfslið sitt að ákveðinn hluti þess sinni störfum sínum heima fyrir sé þess kostur.

Þannig er málum háttað nú á Biskupsstofu í Katrínartúni 4. Öll þau sem eldri eru en fimmtug munu vinna heima og eru þau sömuleiðis hvött til þess að gera hið sama sem kunna að vera með einhverja undirliggjandi sjúkdóma – eða eru veik fyrir. 

Engu að síður er Biskupsstofa opin alla virka daga milli kl. 10.00 og 12.00, og frá 13.00 til 15.00. Þau sem eru í vinnu á staðnum eru hvött til að halda gestakomu í lágmarki vegna smithættu.

Síminn á Biskupsstofu er: 528-4000. 

Yfirlit yfir starfsfólk Biskupsstofu má sjá hér.

Áhrif kórónufaraldursins á hversdagslegt líf fólks fer stigmagnandi eins og fram hefur komið í fréttum. Þrengra samkomubann gekk í gildi á miðnætti og nú mega aðeins tveir tugir fólks koma saman eða færri. Fleiri þjónustustöðum við almenning hefur verið lokað eins og sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Ástandið í samfélaginu mótast allt af þeirri viðleitni að hægja eins og frekast er kostur á dreifingu kórónaveirunnar.

hsh





.


  • Biskup

  • Frétt

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Starf

  • Biskup

  • Samfélag

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna