Klukkur klingja víðar en hér

25. mars 2020

Klukkur klingja víðar en hér

Myndarleg dönsk kirkjuklukka - mun óma í dag

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, mæltist til þess í síðustu viku við presta landsins að þar sem unnt væri að koma því við þá yrði kirkjuklukkum hring tólf á hádegi í þrjár mínútur og bænastund höfð um hönd. Víða hefur það verið gert. Verkefnið heitir: Hádegishljómur í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag.

Nú hafa Danir boðað að kirkjuklukkum skuli samhringt kl. 17.00 frá og með deginum í dag og áfram næstu vikur til að minna fólk á Guð og náungann á tíma kórónufaraldursins. Í dag verður samhringt í fyrsta sinn til að minna fólk á boðskap kirkjunnar þar sem þær eru nú lokaðar.

„Eins og sakir standa eru flestir uppteknir við eigin hag og heilsu en þegar ómur klukknanna berst okkur til eyrna erum við öll minnt á að leiða hugann til Guðs og náungans og einkum hinna veiku og þeirra sem hjúkra þeim,“ segir Henrik With-Poulsen, biskup í Ársósarstifti.

Henrik telur að manneskjurnar hafi þörf fyrir einhvers konar ritúal, helgiform, þegar samfélagi þeirra er ógnað og hversdagslegt líf gengur úr skorðum.

Ekki veit kirkjan.is hvort að frændur vorir og frænkur Danir hafi frétt af tilmælum biskups Íslands til prestanna hér en burtséð frá því er þessu tiltæki þeirra samfagnað.

hsh/Kristeligt Dagblad

Gjöfin góða Þetta er dönsk klukka og mun ekki hljóma aftur. Hún var steypt 1960 og gefin Skálholtsdómkirkju við vígslu hennar 1963. Klukkan brotnaði með drunum miklum við guðsþjónustu árið 2002 og féll niður úr ramböldunum. Enn liggur hún á gólfi klukknaportsins í Skálholtsdómkirkju.

 


  • Biskup

  • Frétt

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Trúin

  • Biskup

Dalvíkurkirkja - kirkjan var vígð 1960

Stutta viðtalið: Menn bjarga sér

22. okt. 2020
...ekkert er ómögulegt
Herdís Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar

Framkvæmdastjóri Skálholts

21. okt. 2020
Herdís Friðriksdóttir ráðin
Rósa Björg Brynjarsdóttir, nýráðin dagstýra Dagsetursins í Grensáskirkju - Hjálparstarf kirkjunnar rekur það

Viðtalið: Rétt kona á réttum stað

20. okt. 2020
Rósa Björg er dagstýran