Sr. Jóhanna Gísladóttir ráðin

26. mars 2020

Sr. Jóhanna Gísladóttir ráðin

Jóhanna Gísladóttir

Umsóknarfrestur um starf sóknarprests í Laugalandsprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, rann út á miðnætti þann 4. febrúar. Auglýst var eftir sóknarpresti til þjónustu við prestakallið og miðað við að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Tvær sóttu um starfið.

Kjörnefnd kaus sr. Jóhönnu Gísladóttur til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar.

Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Jóhanna ráðin ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.

Sr. Jóhanna hefur verið settur sóknarprestur í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi frá 1. apríl 2019 til 31. maí 2020. 

Prestakallið Í Laugalandsprestakalli eru sex sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Grundarsókn, Hólasókn í Eyjafirði, Kaupangssókn, Munkaþverársókn, Möðruvallasókn og Saurbæjarsókn. Í prestakallinu eru rúmlega 1.000 íbúar. Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall án fækkunar presta. Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing er varða m.a. Laugalandsprestakall og sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings.
Presturinn Sr. Jóhanna er fædd í Reykjavík árið 1983 og ólst þar upp. Hún lauk BA-gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2011, útskrifaðist með mag. theol. gráðu árið 2014 og er auk þess með diplómu í sálgæslu frá Endurmenntun Háskóla Íslands og diplómu í Family Ministry frá Cliff College í Bretlandi. Jóhanna hefur starfað fyrir þjóðkirkjuna í rúman áratug við ýmis störf, m.a. unnið fræðsluefni fyrir fræðslusvið Biskupsstofu og kennt á haustnámskeiðum fræðslusviðs. Hún fékk árið 2015 styrk frá fræðslusviði Reykjavíkurborgar til að vinna efnivið um umhverfisvernd fyrir unglinga sem notað var í æskulýðsstarfi kirkjunnar í nokkur ár í Laugardalnum. Jóhanna hóf störf sem æskulýðsfulltrúi Langholtskirkju árið 2012 og var vígð þangað sem prestur árið 2015. Jóhanna situr nú í stjórn Áhugafélags um guðfræðiráðstefnur, situr í jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar og er formaður Félags prestvígðra kvenna. Jóhanna er gift Guðmundi Bragasyni, vél- og orkutæknifræðingi. Saman eiga þau þrjú börn.

hsh

 

 

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Trúin

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.