Prestastefna 2020 felld niður

27. mars 2020

Prestastefna 2020 felld niður

Prestastefna 2019 - í Áskirkju

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, tilkynnti  í dag að fyrirhuguð prestastefna 2020 sem halda átti 28. -30. apríl yrði felld niður í ljósi kórónufaraldursins sem nú geisar og hugsanlegrar framlengingar á samkomubanninu.

Í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997 nr. 78 26. maí, segir þetta um prestastefnu í 28. gr.:

                                                             Prestastefna 
Biskup Íslands boðar til almennrar prestastefnu og er forseti hennar.
Á prestastefnu eiga setu og atkvæðisrétt vígslubiskupar og allir starfandi þjóðkirkjuprestar skv. 33. gr., svo og fastir kennarar guðfræðideildar Háskóla Íslands með guðfræðimenntun og guðfræðingar sem gegna föstum störfum á vegum þjóðkirkjunnar. Aðrir prestar og guðfræðingar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti enda séu þeir innan safnaða er starfa á játningargrundvelli evangelísk-lúterskrar kirkju.
Á prestastefnu skal fjalla um málefni prestastéttarinnar, svo og önnur kirkjuleg málefni. Prestastefna hefur tillögu- og umsagnarrétt um mál er varða kenningu kirkjunnar og helgisiði og annars heyra undir biskup og kirkjuþing, sbr. 10., 11. og 20. gr.

hsh

 

 


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Þing

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna