Prestastefna 2020 felld niður

27. mars 2020

Prestastefna 2020 felld niður

Prestastefna 2019 - í Áskirkju

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, tilkynnti  í dag að fyrirhuguð prestastefna 2020 sem halda átti 28. -30. apríl yrði felld niður í ljósi kórónufaraldursins sem nú geisar og hugsanlegrar framlengingar á samkomubanninu.

Í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997 nr. 78 26. maí, segir þetta um prestastefnu í 28. gr.:

                                                             Prestastefna 
Biskup Íslands boðar til almennrar prestastefnu og er forseti hennar.
Á prestastefnu eiga setu og atkvæðisrétt vígslubiskupar og allir starfandi þjóðkirkjuprestar skv. 33. gr., svo og fastir kennarar guðfræðideildar Háskóla Íslands með guðfræðimenntun og guðfræðingar sem gegna föstum störfum á vegum þjóðkirkjunnar. Aðrir prestar og guðfræðingar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti enda séu þeir innan safnaða er starfa á játningargrundvelli evangelísk-lúterskrar kirkju.
Á prestastefnu skal fjalla um málefni prestastéttarinnar, svo og önnur kirkjuleg málefni. Prestastefna hefur tillögu- og umsagnarrétt um mál er varða kenningu kirkjunnar og helgisiði og annars heyra undir biskup og kirkjuþing, sbr. 10., 11. og 20. gr.

hsh

 

 


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Þing

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju