Stuðningshringing

3. apríl 2020

Stuðningshringing

Klukknaport Viðeyjarkirkju -þrjár klukkur - frá 1735, 1752 og 1786

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur í bréfi til samstarfsfólks síns beðið þá presta sem geta komið því við að sjá til þess að kirkjuklukkum í sóknum þeirra verði hringt kl. 14.00 á mánudögum í tvær mínútur til að lýsa yfir stuðningi við heilbrigðisstarfsfólk og önnur þau er koma að málum sem lúta að kórónuveirunni, covid-19.

Eins og fram hefur komið í fréttum er almenningur afar þakklátur því heilbrigðisstarfsfólki sem stendur í ströngu þessar vikurnar sem og öðrum er koma að málum vegna covid-19-faraldursins. Víða í útlöndum hefur fólk farið út á svalir í húsum sínum og klappað – og sungið – eða gert eitthvað annað - til að lýsa yfir þakklæti sínu til þeirra er standa í fremstu víglínu í baráttu gegn veirunni. Svo sannarlega vill fólk koma þakklæti sínu og aðdáun til starfsmanna, karla og kvenna, í heilbrigðiskerfinu er sinna hinum sjúku oft í afar erfiðum aðstæðum.

Með því að hringja kirkjuklukkum til stuðnings þessari vösku sveit heilbrigðisstarfsfólks og annarra hópa er koma að þessum málum, vill kirkjan taka undir þakklæti almennings sem og fleyta því áfram með þessum merkilegu áhöldum sem kirkjuklukkur eru og hafa fylgt kirkjunni frá ómunatíð.

Þegar kirkjuklukkur óma á mánudaginn kl. 14.00 og næstu mánudaga þar á eftir, getur fólk tekið undir óminn í huga sínum og þakkað Guði fyrir gott starfsfólk á vettvangi heilbrigðis- og almannaöryggismála á veirutíð.

hsh


  • Biskup

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna
Árbæjarkirkja

Laust starf organista

02. jan. 2025
...við Árbæjarkirkju
Frá úthlutuninni

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

02. jan. 2025
...úr Líknarsjóði kirkjunnar