Þau sóttu um Kaupmannahöfn

3. apríl 2020

Þau sóttu um Kaupmannahöfn

Jónshús í Kaupmannahöfn

Umsóknarfrestur um starf sendiráðsprests í Kaupmannahöfn rann út á miðnætti þann 2. apríl.

Starfið er eitt af störfum sérþjónustupresta þjóðkirkjunnar og lýtur tilsjónar prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra.

Fjórar umsóknir bárust.

Þau sóttu um:
Sr. Hannes Björnsson
Sr. Jóhanna Magnúsdóttir
Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson
Sr. Sigfús Kristjánsson

Allar umsóknir fara nú til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta.

Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Biskup ræður í starf sérþjónustuprests að fenginni niðurstöðu matsnefndar. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2020.

hsh

 




  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Umsókn

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli